„Afslöppuð þegar kemur að heimilinu“

Helga Hauksdóttir lögmaður skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í …
Helga Hauksdóttir lögmaður skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helga Hauksdóttir lögmaður býr ákaflega vel ásamt eiginmanni sínum, Geir Gestssyni og sonum þeirra tveimur sem eru 9 og 11 ára. Helga gerir fleira en að sinna lögmennsku. Nú er hún í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Kópavogi þar sem hún er í 2. sæti. Menntamál eru henni ofarlega í huga. Helga ólst upp á Bifröst í Norðurárdal eða þangað til hún var 8 ára þá flutti hún í Kópavog. 

„Í dag bý ég í Fífuhvamminum í Kópavogi og við höfum búið hér í tæpan áratug. Ég ólst hérna rétt hjá og náði sem betur fer að draga Breiðhyltinginn minn hingað,“ segir Helga. Þegar hún er spurð að því hvernig heimilistýpa hún sé segist hún vera frekar afslöppuð þegar kemur að heimilinu. 

„Ég og maðurinn minn tókum þá ákvörðun snemma að heimilishald ætti ekki að verða uppspretta stress eða ósættis. Ég reyni að hafa fínt í kringum mig en það tekst svona misjafnlega vel í dagsins önn. Það hjálpar að vera frekar með færri hluti en fleiri,“ segir hún. 

Þurftir þú að breyta miklu áður en þú fluttir inn?

„Við breyttum engu áður en við fluttum inn en núna 10 árum seinna erum við búin að gjörbreyta húsinu. Við fórum okkur hægt og fengum fyrst tilfinningu fyrir húsinu. Við höfum svo verið að gera það upp smám saman. Fyrst neðri hæðina og svo efri hæðina. Það er allt öðruvísi núna en þegar við keyptum. Þar sem áður var inngangur er nú barnaherbergi, eldhúsið er þar sem hjónaherbergið var áður o.s.frv. Við höfðum skipulagið þannig að á efri hæð er stofa, eldhús og gestainngangur en á neðri hæðinni eru svefnherbergin.“

Eldhúsinnréttingin var sérsmíðuð og kemur frá Eldhúsvali. Borðplatan er frá …
Eldhúsinnréttingin var sérsmíðuð og kemur frá Eldhúsvali. Borðplatan er frá Sólsteinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hver er uppáhaldsstaðurinn á heimilinu?

„Eldhúsið er í uppáhaldi. Efri hæðin hjá okkur mjög opin, það eru gluggar í allar áttir, þannig við fáum mikla birtu. Þarna sér maður sólarupprásina og sólsetrið, svona þegar sólin lætur sjá sig, og garðinn og fuglalífið. Og svo getur maður borðað,“ segir hún. 

Fékkstu arktitekt til að hanna heimilið?

„Já, Ragnheiður Sverrisdóttir innanhúsarkitekt hefur verið okkar stoð og stytta í gegnum allt ferlið. Þegar við keyptum húsið þá ákváðum við að hérna vildum við búa næstu áratugina. Við erum hvorugt mjög handlagin og vildum helst bara standa í þessu einu sinni. Það skipti okkur máli að breytingarnar myndu henta fjölskyldunni vel, vera praktískar og klassískar, en ekki detta úr tísku eftir örfá ár. Það er akkúrat það sem við sáum í hönnuninni hjá Ragnheiði, þannig hún á mestan heiðurinn að breytingunum,“ segir Helga. 

Aðspurð að því hvernig lífi hún lifi segist Helga vera mikil fjölskyldumanneskja.  

„Ég lifi dæmigerðu fjölskyldulífi, vinn vinnuna mína, sinni fjölskyldunni og svo fer auðvitað mikill tími í kosningabaráttu þessa dagana.“

Ertu heimakær?

„Já, eiginlega einum of. Mér finnst fátt betra en að vera heima með fjölskyldunni.“

Ertu þessi týpa sem ert alltaf að breyta eða ertu fastheldin þegar kemur að heimilinu?

„Ég breyti frekar lítið. Ég er helst í því að bæta við blómum þessa dagana og reyna svo að drepa þau ekki jafnóðum,“ segir Helga. 

Tækjaskápurinn er mjög praktískur en hann gerir það að verkum …
Tækjaskápurinn er mjög praktískur en hann gerir það að verkum að auðvelt er að loka hrærivél og annað inni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stólarnir eru frá Módern.
Stólarnir eru frá Módern. mbl.is/Kristinn Magnússon
Eldhúsinnréttingin er með góðu skápaplássi.
Eldhúsinnréttingin er með góðu skápaplássi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Eldhúsborðið og stólarnir koma frá Módern.
Eldhúsborðið og stólarnir koma frá Módern. mbl.is/Kristinn Magnússon
Horft inn í eldhús.
Horft inn í eldhús. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kamínan kemur frá Blikkás-Funa en sófinn er úr Módern.
Kamínan kemur frá Blikkás-Funa en sófinn er úr Módern. mbl.is/Kristinn Magnússon
Helga vill hafa einfalt í kringum sig svo auðveldara sé …
Helga vill hafa einfalt í kringum sig svo auðveldara sé að taka til. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál