Parísar stemning í Hafnafirði

Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður, eða Sæja eins og hún er kölluð, hannaði fallegt einbýlishús í Hafnarfirði árið 2016. Húsið er stílhreint án þess að vera flatt enda er mikill leikur í efnisvali og formum.

„Ég vann þetta verkefni árið 2016 þegar eigendurnir höfðu samband við mig eftir að hafa séð verk sem ég vann fyrir vinafólk þeirra. Þau bjuggu erlendis á þessum tíma en voru að plana flutninga heim þegar þau festu kaup á húsinu. Húsið er afar vandað og arkitektúrinn virkilega fallegur. Beinin voru því góð en það höfðu verið gerðar breytingar snemma á 10. áratugnum sem pössuðu engan veginn við húsið. Ég var því fengin til að breyta því að hluta og velja húsgögn, fá heildarmynd á heimilið,“ segir Sæja. 

Sæja sá um lita- og gólfefnaval. Hún breytti einnig eldhúsinu ásamt einu baðherbergi í húsinu. Auk þess bætti hún við skápum og valdi lýsingu, keypti inn húsgögn, gluggatjöld og aukahluti. Það má því segja að hún hafi græjað þetta heimili frá a-ö.

Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Húsið er um 300 fm að stærð og var það byggt 1948. Það er á þremur hæðum og úr steini. Sæja fór sniðugar leiðir þegar húsið var gert upp.

„Á gólfum var merbau parket í herringbone mynstri sem við létum pússa upp og bæsa í dökkum tón. Í anddyri og eldhúsi voru fyrir svartar glansandi flísar sem við tókum af og settum parket í staðinn. Þar sem parket er ekki vænlegur kostur í anddyri á Íslandi settum við mynsturflísar sem ég lét ramma inn með boðung í kring,“ segir hún.

Andyrið minnir á andyri í París.
Andyrið minnir á andyri í París. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Í eldhúsinu er svört innrétting eða réttara sagt svarbæsaður askur og nero marquina marmari á borðum. „Á baði blandaði ég saman gráum marmaraflísum, svarbæsuðum aski og hvítum marmara,“ segir hún.

Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Allar innihurðir í húsinu eru upprunalegar en í hjónasvítunni lét Sæja lakka hurðina svarta og setti messinghandfang á.

„Til að toppa þetta settum við svo ljósar þungar gólfsíðar gardínur á svörtum stöngum og messing blöndunartæki,“ segir hún.

Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Hvaða stemningu vildir þú framkalla í húsinu?

„Markmiðið var að fá húsið aftur í meira upprunalegt horf með einfaldleikann að leiðarljósi. Pallettan er því einföld en það vottur af „Parisian“ stemmningu þar sem gylltir tónar og kontrastar í efnisvali eru í fyrirrúmi,“ segir Sæja.

Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Hvaðan koma húsgögnin?

„Húsgögnin voru flest keypt erlendis og voru valin frá mismunandi verslunum. Úrvalið erlendis er auðvitað mikið meira en hér heima og því varð úr skemmtileg blanda af þekktum og óþekktum húsgögnum. Borðstofuborðið áttu þau fyrir en við létum lakka það svart.“

Þegar Sæja er spurð um mestu áskorunina segir hún að það hafi verið að kaupa húsgögn í gegnum netið.

„Það var því pínu erfitt að velja efnin þegar ég var ekki með þau fyrir framan mig. En þetta tókst allt og ég er mjög sátt við lokaútkomuna,“ segir hún.

Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Kom eitthvað á óvart í þessu verkefni?

„Nei ég get ekki sagt það. Það var kannski smá vesen að finna merbau parket í sömu stærð en það hafðist og smiðirnir leystu þetta vel.“

Hvaða óskir voru húsráðendur með?

„Þau voru ekki með neinar sérstakar óskir þannig. Skemmtilegustu verkefnin eru oftast þau þegar kúnninn treystir mér og er til í að fara út fyrir boxið og þannig var það algjörlega í þessu verkefni. Þau eru með soldið blandaðan stíl og þeim þótti því gott að ég sá bara um að velja húsgögnin útfrá þeirra stíl þó svo þau tækju lokaákvarðanir.

Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Hvert er þitt uppáhaldsherbergi í húsinu?

„Ég held að alrýmið og stiginn sem leiðir upp séu í uppáhaldi. Stiginn fékk smá makeover en ég lét mála hluta af honum svartan þar sem hann var ekki allur úr sama efnivið. Eftir stóð svo tekkið á veggnum og græna teppið sem ég þurfti að telja eigandann á að halda, sem tókst. Gluggarnir þar eru líka æðislegir og njóta sín vel.“

Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Húsið er málað í fallegum litatón. Sæja valdi tón sem heitir Fjader og fæst í Slippfélaginu. Hann er ljós en þó ekki skjannahvítur.

„Borðstofan og skrifstofurýmið var svo málað með litnum Votur úr minni línu hjá Slippfélaginu. Gluggar, hurðir, loft og listar voru svo gerð hvít.“

Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Í hvernig hönnunarstuði ertu þessa dagana, ertu með æði fyrir einhverju sérstöku?

„Æði og ekki æði en ég hef verið soldið veik fyrir rauðfjólubrúnum litum líkt og liturinn Djúpur frá mér og fleira í þeim dúr. Svo finnst mér mynstur og að blanda saman ólíkum efnum voða spennandi núna. En þetta fer í hringi hjá mér og fer eftir verkefnum hverju sinni.“

Hvað finnst þér gera hvert heimili meira heillandi?

„Persónuleiki finnst mér heillandi – að hann skíni í gegn.“

er hægt að skoða verkin hennar Sæju. 

Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál