Glænýtt 37,9 milljóna raðhús

Dreymir þig um raðhús á einni hæð sem kostar jafn mikið eða minna en íbúð í fjölbýli í úthverfi Reykjavíkur? Ef svo er skaltu halda áfram að lesa. Um er að ræða fallegt raðhús á einni hæð sem stendur við Lerkidal í Reykjanesbæ. Húsið er fallegt og stílhreint að utan með viðhaldsfrírri utanhússklæðningu. Í húsinu eru timburgluggar og er hellulagt fyrir framan húsið. 

Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um að ungt fólk hafi enga möguleika á að komast af leigumarkaði eða festa kaup á sinni fyrstu eign, hvað þá í sérbýli sökum þess hvað fasteignaverð er hátt. Nú er mögulega breyting þar á.

Byggingafélagið Stöngull eru að klára byggingu á 3ja og 4ja herbergja raðhúsum við Lerkidal í Reykjanesbæ á verðum sem gefur fólki raunhæft tækifæri til að eignast fallegt sérbýli á stórhöfuðborgarsvæðinu.

Smekkleg hönnun og vandaður frágangur á húsunum. Sem dæmi má nefna viðhaldsfría utanhússklæðningu og timburglugga. Hellulagt er fyrir framan húsið og fallegur pallur og frágengin lóð.

Þegar inn í húsið er komið tekur við fallegt skipulag. Jónína Þóra Einarsdóttir innanhússarkitekt hannaði húsið að innan en innréttingarnar eru sérsmíðaðar. Þær eru bæði hvítar sprautulakkaðar og úr hnotu frá Parka. Í eldhúsinnréttingunni er innbyggður ísskapur, bakaraofn, keramikhelluborð, innbyggð uppþvottavél og háfur með kolasíu. Öll heimilistæki koma frá Siemens. 

Í stofu, borðstofu og herbergjum er huggulegt parket á gólfum og fataherbergi í hjónaherbergi. 

Þegar inn í húsið er komið tekur við fallegt skipulag. Jónína Þóra Einarsdóttir innanhússarkitekt hannaði húsið að innan en innréttingarnar eru sérsmíðaðar. Þær eru bæði hvítar sprautulakkaðar og úr hnotu og koma frá Parka. Í eldhúsinnréttingunni er innbyggður ísskapur, bakaraofn, keramik helluborð, innbyggð uppþvottavél og háfur með kolasíu. Öll heimilistæki koma frá Siemens. 

Í stofu, borðstofu og herbergjum er huggulegt parket á gólfum. 

Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með fallegum gráum flísum. Falleg innrétting prýðir baðherbergið en inni á baði er gert ráð fyrir fyrir þvottavél og þurrkara. HÉR er hægt að skoða húsið nánar. 

Einnig er hægt að fá raðhúsið fjögurra herbergja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

2007 heimilið lifir enn góðu lífi

05:00 Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum er skapandi skipulagsdrottning. Íbúðina keypti hún 2007 og mokaði út eins og fólk gerði þá. Meira »

Nær ekki endum saman en er í bata

Í gær, 22:30 „Í upphafi batans sagði ég að ef ég yrði betri manneskja að lokum yrði það sársaukans virði úr ofsakvíða- og óttaköstum. Þau voru hræðileg! Hef ekki breytt um markmið. Verða betri manneskja þýðir að verða betri í öllu í lífinu. Það er eftirsóknarvert.“ Meira »

Keypti hús Eiðs Smára og Ragnhildar

Í gær, 18:32 Sumarhús Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur komst í fréttir á árinu þegar þau settu það á sölu. Bílaumboðið BL ehf. keypti sumarhúsið. Meira »

Góðar jólagjafir undir 2.000 kr.

Í gær, 17:00 Það þarf ekki að kosta mann annan handlegginn að gefa gjöf sem gleður. Stundum geta ódýrar vel til fundnar gjafir skipt miklu máli. Meira »

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

Í gær, 13:00 Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

Í gær, 09:52 Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

í gær „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

í fyrradag Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

í fyrradag Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

í fyrradag „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

í fyrradag Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

í fyrradag Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

17.12. Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

16.12. „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

16.12. Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

16.12. Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

15.12. „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

15.12. Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »