Fallegasta sumarhúsið á Þingvöllum?

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Við Þingvallavatn stendur einstakt lerkiklætt heilsárshús sem er 106 fm að stærð. Úr húsinu er geggjað útsýni yfir Þingvallavatn en húsið er búið ákaflega smekklegum húsgögnum. 

Í stofunni er einn flottasti sófi veraldar. Hann passar einstaklega vel í stofuna en bakið á honum er það lágt að það skyggir ekki á útsýnið. 

Húsið var byggt 2006 og er fasteignamat þess tæpar 50 milljónir. Zeppelin arkitektar, sem eru hönnuðir hússins, leituðust við að staðsetja eignina á lóðinni með tilliti til að íbúar þess gætu notið óhindraðs útsýnis yfir Þingvallavatn sem allra best, nytu þannig skjóls fyrir ríkjandi vindáttum og sólar yrði notið eins og best yrði á kosið. Húsið er nánast í hvarfi frá aðkomuvegi, friðsæld því mikil. Góð og falleg lýsing er við göngustíg að húsi. Allt innbú er af vandaðri gerð og getur fylgt með sé þess óskað. Þess má einnig geta að húsið var á sínum tíma tilnefnt til íslensku byggingarlistaverðlaunanna.

Af fasteignavef mbl.is: Neðristígur 11

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál