Heillandi Arnarnesvilla á 137 millur

Við Hegranes 13 í Arnarnesinu stendur hús sem er algerlega í sérflokki ef fólk fílar áttunda áratuginn í botn. 

Innréttingar og gólfefni endurspeglar smekk þess tíma sem húsið var byggt. Eldhúsið er með bæsaðri eikar-innréttingu með fulningahurðum. Á gólfunum eru brúnar leirflísar sem eru svo fallegar. Ekki kæmi á óvart ef flísarnar væru frá sænska fyrirtækinu Höganäs. Í eldhúsinu er eyja sem er hlaðin en sama hleðslan er notuð í kringum bakarofn og ísskáp. Í eldhúsinu er líka huggulegur og bjartur borðkrókur. 

Húsið sjálft er 337 fm að stærð en það var byggt 1979. Eins og sést á myndunum hefur húsinu verið vel haldið við enda enginn búinn að fara þarna inn og eyðileggja upprunalega hönnun. 

Stofan er rúmgóð með arni og er fallegt útsýni úr húsinu. Eins og sjá má á myndunum er um mikinn gullmola að ræða fyrir þá sem kunna að meta hönnun fyrri tíma. 

Af fasteignavef mbl.is: Hegranes 13

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál