Mýkt og fegurð í Fossvoginum

Við Hörðaland í Fossvogi hefur fjölskylda búið sér einstakt heimili sem er ekki eins og copy/paste af næsta heimili. Persónulegur stíll og gott auga fyrir litum ræður ríkjum. 

Eldhúsið er opið inn í stofuna en borðstofuborð er svolítið notað til að stúka af stofu og eldhús. Það heppnast einstaklega vel enda borðstofuborðið engin smásmíði. Fallegir stólar og loftljós setja svip sinn á borðstofuna.

Í stofunni sjálfri ríkir mýkt og einhvern veginn myndi maður helst vilja setja sig í stellingar Halldórs Laxnes í egginu eftir Arne Jacobsen. Ef andinn kemur ekki yfir fólk í slíku húsgagni þá vitum við ekki hvað! 

Herbergin á heimilinu eru sjarmerandi og setja gluggatjöldin fallegan svip á þau. 

Af fasteignavef mbl.is: Hörðaland 2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál