Svona ræktar Sóley í garðinum sínum

Sóley Kristjánsdóttir.
Sóley Kristjánsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sóley Kristjánsdóttir, plötusnúður, fyrirsæta, vörumerkjastýra og baráttukona í Krafti, er garðálfur af guðs náð og elskar allt sem er grænt og grær.

Sem lítil stelpa lagði hún mikið á sig við að bjarga ánamöðkum sem hún taldi vera í lífshættu þegar hún gekk til og frá skóla en öll dýr og annað sem dregur andann hefur alltaf skipað stóran sess í hennar lífi.

„Ég var yfirleitt með laukplöntu inni í herbergi hjá mér þegar ég var barn en þetta fann ég í grænmetisskúffunni hjá mömmu og breytti í plöntu. Svo hefur þetta bara stigmagnast með hverju árinu og aldrinum,“ segir Sóley.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Andrúmsloftið eins og í Eden

Hún segir kaflaskil hafa orðið í garðyrkjuferlinum þegar hún var 22 ára og kynntist eiginmanni sínum, Frey Frostasyni, og syni hans og sýndi syni mannsins síns hvernig hægt væri að taka fræ úr tómötum og paprikum og breyta í plöntur.

„Við settum fullt af fræjum í mold og svo fór allt að spretta. Plönturnar urðu fljótlega eins og börnin mín og ég hafði ekki undan að setja þær í stærri og stærri potta þar til allar gluggakistur voru yfirfullar og andrúmsloftið var eins og í gömlu Eden í Hveragerði,“ segir hún og bætir við að eftir þetta hafi hún alltaf haft salöt í kerjum á svölunum hjá sér og kryddjurtir í eldhúsgluggum.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Gróðurhús og upphækkuð beð frá bóndanum

Þegar Sóley varð þrítug flutti hún ásamt börnum og bónda í rúmgott hús með stórum garði. Eiginmaðurinn Freyr, sem er arkitekt, gladdi hana mikið með því að smíða handa henni upphækkuð beð í garðinum og þau segist hún hafa notað mjög mikið síðan.

„Svo fylgdi lítið gróðurhús með húsinu okkar en það var ein ástæðan fyrir að ég var alveg æst í að kaupa það. Gróðurhúsið nota ég sem millilendingarstað fyrir plönturnar þegar það er byrjað að hlýna. Ræktunin hefst í gluggakistunum og svo þegar þetta fer í meiri mold þá fer það út í gróðurhús. Að lokum endar allt í matjurtagarðinum eða kerjum úti á palli.“

Það er ekki bara notagildið við garðyrkjuna sem gleður Sóleyju heldur segir hún þetta einnig gefa sér mikla andlega næringu.

„Þegar maður er að stússast í garðinum þá róast hugurinn og maður nær að vera í núinu og njóta lífsins. Þetta er svo ótrúlega endurnærandi og slakandi. Svo er uppskeran auðvitað mjög góð því það jafnast ekkert á við að skottast bara út í garð og sækja sér brakandi ferskt salat sem maður hefur ræktað sjálfur.“

Spurð að því hvort henni hafi þótt erfitt að koma grænmetisræktinni í gang og hvort sumar tegundir séu erfiðari en aðrar í ræktun, segist hún hafa prófað ýmislegt og það fari mikið eftir veðrinu og hitastiginu hvernig árangurinn verður.

„Síðasta sumar var, eins og allir muna, ferlega lélegt svo vinnan sem fór í garðinn var alveg rosaleg. Ég reyndi t.d. að koma upp blóm- og spergilkáli en þetta endaði bara á stærð við skopparabolta. Ég einbeitti mér því bara að salati og kryddjurtum sem er mjög dýrt að kaupa ferskt úti í búð og bragðast auðvitað mun betur úr garðinum.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hænurnar eru öflugur liðsauki

Að koma upp góðri matjurtarækt og fallegum garði snýst ekki bara um að sá og vökva af og til og það er ansi margt sem þarf að huga að. Í garðinum til dæmis leynast ýmsir óvinir sem geta verið erfiðir viðureignar og til að allt spretti vel þarf að sjálfsögðu að nota góðan áburð og fylgjast svo vel með sprettunni. Sóley gerir moltu úr bæði matarafgöngum og garðaúrgangi og notar eingöngu lífrænan áburð í beðin sín. Að auki fær hún öflugan liðsauka frá vinkonum sínum landnámshænunum sem hún hefur haldið í nokkur ár.

„Hænurnar mínar eru svakalega duglegar við að háma í sig snigla og alls konar pöddur sem þær finna. Svo er úrgangurinn úr þeim alveg geggjaður áburður. Á sama tíma valda þær líka smá vandræðum því þær elska matjurtagarðinn og reyna að róta öllu upp sem ég er búin að planta. Ég þarf því að girða fyrir hann til að ná betri árangri og passa að þær hámi ekki allt salatið mitt í sig. Sjálf hef ég verið að berjast svolítið við skriðsóley en sú barátta er auðveldari ef maður byrjar að rífa þær upp með rótum snemma á vorin.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Óskar þess að dæturnar væru meiri garðálfar

Í um fimmtíu ár eða svo hafa skólagarðar verið reknir á vegum Kópavogsbæjar en garðarnir eru ætlaðir börnum á aldrinum sex til þrettán ára. Þar fá þau kartöfluútsæði, plöntur og fræ ásamt leiðsögn við ræktun algengustu matjurta. Að lokum fá þau svo að eiga uppskeruna.

Sóley og fjölskylda búa reyndar ekki í Kópavogi en spurð að því hvort dætur hennar séu jafn miklir garðálfar og mamman, segist Sóley óska þess að svo væri.

„Trampólínið hefur meira aðdráttarafl en stelpurnar hafa nú samt tekið til hendinni með mér og komið með plöntur heim úr skólanum sem ég sé svo aðallega um að passa,“ segir hún og hlær.

Kryddjurtir koma sterkar inn við kokteilagerð

Eins og segir í inngangi sinnir Sóley ýmsum hlutverkum í lífinu en hennar aðalstarf sem vörumerkjastýra hjá Ölgerðinni gengur út á að markaðssetja ákveðnar tegundir af guðaveigum. Meðal annars vodka og viskí sem hún notar mikið við að útbúa allskonar ljúffenga kokteila og þar koma kryddjurtirnar úr gluggakistunni sterkar inn.

„Basil og myntu er geggjað að nota ilmandi ferskt í kokteila. Til dæmis er basil algjört æði í Tanqueray Gimlet og myntan er punkturinn yfir og undir i-ið í Bulleit Mint Julep. Internetið lumar svo á endalausum girnilegum uppskriftum sem hægt er að prófa,“ segir garðálfurinn Sóley og skýtur því inn að lokum að algjör óþarfi sé að reyna að koma kryddjurtum upp með fræjum því það geti verið bæði tímafrekt og erfitt verkefni.

„Það er ótrúlega einfalt að viðhalda ferskum kryddjurtum en það gerir maður með því að klippa bara afleggjara, eins og af öðrum plöntum, setja í vatn og láta róta sig. Þegar ræturnar eru sprottnar þá skellir maður plöntunni í pott og úr verður ný spretta af basil, óreganó, myntu, fáfnisgrasi og mörgum fleiri ljúffengum jurtum.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Rihanna í leðri frá toppi til táar

Í gær, 23:07 Tónlistarkonan var í leðri frá toppi til táar á BET-verðlaunahátíðinni um helgina.  Meira »

Kim hannar fullkominn aðhaldsfatnað

Í gær, 19:00 Kim Kardashian hefur hannað aðhaldsfatnað í hinum ýmsu sniðum, litum og stærðum til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir kvenna. Meira »

Katrín sumarleg á ljósmyndanámskeiði

Í gær, 15:22 Katrín hertogaynja mætti í sumarlegum sægrænum kjól með vínrauðu mynstri á ljósmyndanámskeið fyrir börn.  Meira »

Eva Dögg og Stefán Darri nýtt par

Í gær, 10:52 Vegan mamman og Brauð & Co snillingurinn Eva Dögg Rúnarsdóttir og handboltakappinn Stefán Darri Þórsson eru nýtt par ef marka má samfélagsmiðla. Meira »

„Get ekki hætt að miða mig við aðra!“

Í gær, 05:00 Málið er hins vegar sú hugsun sem er föst innra með mér sem snýst um að aðrir hafi það betra en ég. Eftir að samfélagsmiðlar urðu hluti af lífinu (jamm er 45 ára) þá er ég föst í að miða mig við fólk á mínum aldri, fólk sem er aðeins yngra, fólk sem á betri bíla, skemmtilegri maka, fer í fleiri ferðir og upplifir meiri sigra. Meira »

Ódýrt og svalt gólfefni sem má setja á veggi

í fyrradag Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr íslenskum verslunum. Meira »

Svona massar þú sumartískuna með stæl

í fyrradag Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

í fyrradag Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

í fyrradag Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

í fyrradag Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

24.6. Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

24.6. Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

24.6. Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

24.6. Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

24.6. „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »