Gylfi og Valdís Thor flytja úr Meðalholtinu

Gylfi Blöndal leiðsögumaður og Valdís Thor ljósmyndari hafa sett sína fallegu íbúð við Meðalholt í Reykjavík á sölu. 

Um er að ræða vel skipulagða 77 fm íbúð sem stendur í húsi sem var byggt 1942. Búið er að endurnýja íbúðina töluvert en í henni er nýlegt baðherbergi og eldhús. 

Stíllinn heima hjá Gylfa og Valdísi er afslappaður og frjálslegur. Fallegir litir prýða veggina en eldhúsið er málað í myntugrænum lit sem er í hlýjum tón og stofan er máluð í vatnsbláum lit. Þessir tveir litir kallast vel á við hvor annan. 

Af fasteignavef mbl.is: Meðalholt 5

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál