Heillandi heimili með frönskum áhrifum

Við Sólvallagötu í Reykjavík stendur glæsilegt parhús sem býr yfir miklum sjarma. Franskur stíll er áberandi á heimilinu.

Parhúsið er 196 fm að stærð en húsið sjálft var byggt 1927. 

Fallegar stofur eru í húsinu og eru gluggar og hurðakarmar stíflakkaðir hvítir. Franskar gluggar prýða hurðina sem gengur úr stofu og út á svalir og á milli stofu og bókasafns er tvöföld hurð með frönskum gluggum. Þetta gerir mikið fyrir heildarmynd heimilisins. 

Falleg húsgögn í frönskum stíl setja svip á heimilið en þar eru líka heillandi listaverk sem er raðað upp á sjarmerandi hátt. Flest rými í húsinu eru máluð í ljósum og hlýjum litum sem umvefja þá sem þar búa. 

Af fasteignavef mbl.is: Sólvallagata 7A

mbl.is