Heillandi heimur við Framnesveg í 101

Ef þig hefur alltaf dreymt um að eiga íbúð í Skandínavískum stíl, með gamaldaga stíflökkuðum innihurðum, rósettum, hnausþykkum loftlistum og gólflistum þá er þetta eitthvað fyrir þig. Við Framnesveg stendur nefnilega afar heillandi og hlýleg 69.9 fm íbúð í húsi sem byggt var 1930.

Íbúðin er afar vel skipulögð og býr yfir miklum sjarma. Eins og sést á myndunum er húsgögnum raðað upp á heillandi hátt en þar er að finna marga fallega muni sem fá að njóta sín í þessu umhverfi. 

Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með vönduðum viðarborðplötum og þótt íbúðin sé ekki risavaxin er hverjum hlut komið vel fyrir. Gott skápapláss er í búðinni og mikil birta enda gluggar í þrjár áttir. 

Af fasteignavef mbl.is: Framnesvegur 34 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál