Elísabet Gunnars og Magnús Már selja Brekkugerðið

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Brekkugerði í Reykjavík stendur afar glæsileg íbúð sem búið er að endurnýja mikið. Það var Magnús Már Þorvarðarson arkitekt sem hannaði íbúðina en hann er jafnframt eigandi hennar ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur. 

Íbúðin var tekin í gegn í þættinum Gulli byggir á Stöð 2 og var hún nánast endurnýjuð frá grunni. Íbúðin sjálf er 174,8 fm að stærð en húsið sjálft var byggt 1966.

Eldhús og stofa renna saman í eitt en stór eyja aðskilur þessi tvö rými. Eldhúsinnréttingin er falleg en hún er dökkgrá og mött. Á eyjunni er grár marmari en upp við vegginn eru ljósar borðplötur. 

Eitt af því albesta við þessa íbúð er að í henni eru þrjú baðherbergi sem eru hverju öðru smartara. 

Gólf voru flotuð og var settur gólfhiti í þau en eins og sést á myndunum er fallegur heildarsvipur á heimilinu. 

Af fasteignavef mbl.is: Brekkugerði 2

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is