Þversögn Marie Kondo — selur nú alls kyns drasl

Marie Kondo.
Marie Kondo.

Skilaboðin sem berast nú úr herbúðum skipulagsdrottningarinnar Marie Kondo eru ekki laus við þversögn. 

Hin japanska Kondo hlaut alheimsfrægð með þáttum sínum Tidying Up with Marie Kondo þar sem hún kenndi fólki að laga til og skipuleggja heima hjá sér. Þá hamraði hún á því að maður ætti að gefa eða henda því sem vekti ekki gleði hjá manni.

Nokkrir skrautmunir úr vefversluninni, sem augljóslega eru þarfaþing á öll …
Nokkrir skrautmunir úr vefversluninni, sem augljóslega eru þarfaþing á öll betri heimili. Skjáskot/KonMari.com

Kondo hefur verið boðberi hins naumhyggjulega lífstíls sem felur í sér að eiga aðeins minna af drasli. Nú hefur hún sett netið á hliðina með nýrri netverslun þar sem hún selur alls konar drasl, sérhannað af henni sjálfri. 

„Öll þessi ár vildi Marie Kondo að við hentum dóti. Og núna vill hún að við kaupum dót úr nýju netversluninni hennar,“ skrifaði einn furðulostinn aðdáandi á Twitter. 

Í nýju netversluninni hennar, KonMari.com, er hægt að kaupa hina ýmsu skrautmuni, eldhúsáhöld, skipulagsvörur og baðvörur. Stíllinn yfir vörunum er afskaplega naumhyggjulegur og fallegur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál