Marmari, grænt eldhús og vínkjallari í Reykjavík

Baðherbergið er einstakt. Hér er nóg pláss til að athafna …
Baðherbergið er einstakt. Hér er nóg pláss til að athafna sig. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Grængráar innréttingar, marmari og bæsuð eik mætast í fallegu húsi sem Sæbjörg Guðjónsdóttir hannaði, eða Sæja eins og hún er kölluð. Allt húsið er málað í litnum Stilltur sem er á litakorti Slippfélagsins.

Ég hannaði þetta hús í byrjun árs 2018 en húsið sjálft var byggt árið 1956 í hjarta Reykjavíkur. Margt var komið til ára sinna og sameina þurfti betur efri og neðri hæð hússins. Skipulaginu var því að hluta til breytt, opnað var betur á milli eldhúss og borðstofu og nýr stigi var settur til að tengja á milli efri og neðri hæðar. Birtan á gangi neðri hæðar var takmörkuð þar sem áður voru geymslur og kyndiklefi og þar þurfti að koma fyrir þvottahúsi, vínherbergi og rækt. Ég fór þá leið að setja glerveggi á vínherbergi og rækt til að fá betri birtu inn á ganginn. Þannig að þegar gengið er niður á neðri hæðina blasa við þér fallegar hillur undir vínið sem gerir ganginn og holið svolítið skemmtilegt. Af ganginum eru svo sjónvarpsherbergi, fleiri svefnherbergi og nýtt baðherbergi með vatnsgufu inn af. Skápar í herbergjum og anddyri voru einnig uppfærðir ásamt gólfefnum og lýsingu,“ segir Sæja þegar hún er spurð út í hönnunina á húsinu.

Í eldhúsinu er Calacatta Viola-marmari frá Granítsmiðjunni. Innréttingarnar eru sprautulakkaðar …
Í eldhúsinu er Calacatta Viola-marmari frá Granítsmiðjunni. Innréttingarnar eru sprautulakkaðar í grængráum lit. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Í þessu fallega húsi er allt svolítið létt og ljóst, er það það sem koma skal?

„Ekkert frekar. Það fer bara meira eftir arkitektúr hússins og hverju eigendur óska eftir. Í þessu húsi ákvað ég að velja ljósari við til að halda í karakterinn og hafa innréttingar í eldhúsi með „öfugum“ fulningum en að sama skapi eru línurnar „hreinar“ eins og einkennir oft mína hönnun,“ segir hún.

Sæja segir að húsráðendur séu mikið matarfólk og því hafi verið lögð áhersla á það í eldhúsinu að þar væri gott vinnurými.

„Húsráðendur hafa gaman af því að elda og því skipti eldhúsið miklu máli. Eldhúsið sem var áður í húsinu var upprunalegt og ekki endilega praktískt fyrir nútímaheimili. Annars voru þau mjög opin fyrir efnisvalinu. Við til dæmis tókum teppi á sjónvarpsherbergið og hluta af svefnherbergjum, það er svo kósí.“

Inn af eldhúsinu er búr sem er í sama stíl og eldhúsinnréttingin sjálf. Sæja segir að það sé ástæðan fyrir því að hún kom ekki upp tækjaskáp í eldhúsinu sjálfu.

„Búr er algerlega í anda hússins. Ég ákvað að hafa það ekki með fulningum heldur meira bara opnar skúffur en frontarnir eru sprautaðir í sama græna tón. Það sama með veggina, ég vildi hafa þetta allt í sama litnum. Viðarhillan á veggnum er svo í stíl við aðra skápa í húsinu. Útkoman er mjög skemmtileg.“

Og liturinn á eldhúsinnréttingunni er grænn ekki satt? Hver er pælingin með hann?

„Þegar ég kom fyrst inn í húsið fékk ég á tilfinninguna að eldhúsið ætti að vera hjartað og ákvað því að láta það skera sig úr frá öðrum innréttingum en samt sem áður passa vel inn í heildarmyndina. Eigandinn er líka mikil plöntukona svo græni liturinn smellpassar inn á heimilið. Fyrir valinu var muskulegur grænn tónn, ekki ósvipaður og eucalyptus,“ segir Sæja.

Hvaða samspili vildir þú ná fram?

„Samspili þess gamla og nýja. Að færa húsið í nútímalegra form án þess að tapa upprananum með því að leika með kontrasta í efnisvali sem passar þessu húsi. Hlýjan í viðnum og græna tóninum kemur vel út á móti gráum veggjum og marmara.“

Þarna eru ljósir veggir, brass-blöndunartæki, gráar marmaraflísar og annar marmari sem mætast. Það sést langar leiðir að þú ert óhrædd. Ertu að ganga lengra en áður í þinni hönnun?

„Ég veit ekki endilega hvort ég er að ganga lengra en þetta fer oft eftir kúnnanum. Ég vil stundum eitthvað sem kúnninn er ekki alveg til í en það er frábært þegar kúnninn treystir þeirri sýn sem ég hef á verkið og þá verður útkoman góð. Ég hef þó alltaf verið veik fyrir marmara og brassi svo það er ekkert nýtt.“

Hvað ertu ánægðust með á heimilinu?

„Ég er mjög ánægð með skipulagið á húsinu. Einnig litinn á eldhúsinu og hvað hann kemur skemmtilega út á móti Viola-marmaranum.“

Og vínkjallarinn, hvað getur þú sagt mér um hann?

„Þar var takmarkið að fá „wow factor“ þegar þú gengur niður og ekki tapa þeirri litlu birtu sem kemur frá glugganum.“

Eldhúsið passar vel við byggingarstíl hússins.
Eldhúsið passar vel við byggingarstíl hússins. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Í fasteignum þess tíma voru búr móðins. Sæja ákvað að …
Í fasteignum þess tíma voru búr móðins. Sæja ákvað að halda búrinu og hanna það í stíl við eldhúsið. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Glerhurðin er inn í vínkjallarann.
Glerhurðin er inn í vínkjallarann. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Þessar hillur prýða vínkælirinn.
Þessar hillur prýða vínkælirinn. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál