Nýr íslenskur jólaórói sem kemur þér í sanna jólastemningu

Ljósmynd/Eydís María Ólafsdóttir

Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir á heiðurinn af nýju jóla-óróanum sem fást í Geysi. Hún er þekkt fyrir Pyropet kertin sem notið hafa töluverðra vinsælda. 

Undanfarin jól hefur Þórunn séð um jólaskreytingar fyrir gluggana í versluninni Geysi en nú gekk fyrirtækið lengra og ákvað að láta framleiða jólaskreytingarnar svo fleiri gætu notið þeirra. 

„Í ár þá fórum við skrefinu lengra og létum framleiða fyrir okkur okkar eigin Geysis-óróa fyrir gluggana eftir hennar hönnun. Við ákváðum að setja þá einnig í sölu og láta gott af okkur leiða en allur ágóði af sölu óróanna rennur beint til Ljóssins, sem er endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra,“ segir Erna Hreinsdóttir markaðsstjóri Geysis. 

Óróarnir kosta 3.800 krónur og eru gullhúðaðir en þeir koma í nokkrum mismunandi útgáfum. 

Ljósmynd/Eydís María Ólafsdóttir
Ljósmynd/Eydís María Ólafsdóttir
Ljósmynd/Eydís María Ólafsdóttir
Ljósmynd/Eydís María Ólafsdóttir
mbl.is