Sjáðu nýju villuna í Love Island - fullkominn kelerísstaður

Fyrsti þáttur í glænýrri þáttaröð af Love Island var að koma inn í Sjónvarp Símans Premium. Síðasta þáttaröð kom inn í heild sinni rétt fyrir jól og hefur slegið öll met í spilunum í Sjónvarpi Símans Premium. Á kaffistofum landsins heyrist fólk nota orð eins og „grafting“, „crack on“ „buzzin“, „mugged off“ og „pied“. Það er því ljóst að þjóðin hefur verið að hámhorfa á þessa vinsælustu raunveruleikaþætti Bretlands síðustu vikur.

Nýja þáttaröðin er sú fyrsta sem er tekin að vetri til og því varð Suður-Afríka að þessu sinni fyrir valinu. Þættirnir eru teknir upp í splunkunýrri glæsivillu sem keppendur munu búa í næstu vikurnar þar sem serían er tekin upp allan sólarhringinn. Þar keppast þau við að finna ástina, og vinna 50 þúsund punda verðlaunafé.

Þessi villa sem hópurinn býr í er ansi litrík og skemmtileg og hugsað er út í hvert smáatriði. Það er lagt mikið í góða lýsingu, neon-skilti og notalegheit. Villan er sérútbúin til kelerís eins og sést á myndunum. Einhver myndi segja að húsnæðið væri sérútbúið til að eiga huggulegar stundir með öðru fólki! 

mbl.is