Jennifer Aniston óhrædd við að sýna húsið

Jennifer Aniston býr í glæsilegu húsi.
Jennifer Aniston býr í glæsilegu húsi. AFP

Það fór ekki fram hjá sönnum Friends-aðdáendum þegar Jennifer Aniston byrjaði á Instagram í fyrra. Aniston er dugleg að gefa af sér og hafa aðdáendur hennar fengið að skyggnast inn á heimili leikkonunnar í Los Angeles á samfélagsmiðlinum.  

Á dögunum birti Aniston mynd af herbergi með fallegu marmarabaðkari. Einfalt er að opna út í garð svo að baðkarið virðist einna helst vera úti í garði. Hún hefur einnig birt myndir af risastóru fataherbergi sem og fallegri verönd sinni. 

Hver væri ekki til í að eiga þetta baðkar?
Hver væri ekki til í að eiga þetta baðkar? skjáskot/Instagram
Fataherbergi Aniston er af stærri gerðinni.
Fataherbergi Aniston er af stærri gerðinni. skjáskot/Instagram

Hús Aniston var myndað fyrir hönnunartímaritið Architectural Digest rétt áður en Aniston og leikarinn Justin Theroux tilkynntu um skilnað sinn. Aniston býr þó enn í draumahúsinu en hún lagði mikið upp úr því að skapa réttu stemminguna þegar húsið var hannað að innan.mbl.is