Veðurfræðingar setja sig í stellingar Epalhommanna

Hér brosa veðurfræðingar landsins sínu breiðasta innan um eiguleg húsgögn …
Hér brosa veðurfræðingar landsins sínu breiðasta innan um eiguleg húsgögn eftir heimsþekkta hönnuði. Takið eftir hvað er smart að hafa Montana hillur í tveimur litum? Ljósmynd/Ari Magg

Kjartan Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Epal er alinn upp í hönnunarversluninni en faðir hans, Eyjólfur Pálsson, stofnaði verslunina 1975. Í morgun birtist opnu auglýsing frá versluninni í Morgunblaðinu þar sem veðurfræðingar landsins setja sig í stellingar Epalhommanna sem hreyfði við fólki 2017. Kjartan segir að Brandenburg auglýsingastofan hafi átt hugmyndina að þessari auglýsingu. 

Kjartan Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Epal.
Kjartan Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Epal. mbl.is/Styrmir Kári

„Hugmyndin er sú að veðurfræðingar hafa staðið í ströngu við að færa okkur fréttir af veðrinu og hafa á köflum hvatt okkur til að halda okkur innandyra. Þá er nú eins gott að hafa fallega muni í kringum sig – og þá færðu einmitt í Epal,“ segir Kjartan. 

Er fólk að leggja meira upp úr því að gera vistlegt í kringum sig þegar það kemst ekki út úr húsi vegna gulra og appelsínugulra viðvarana?

„Það er vissulega huggulegra að eyða tíma heima hjá sér í fallegu umhverfi og inniveran gefur okkur oft betri tilfinningu fyrir heimilinu, hvað vanti upp á, og allt í einu gefst jafnvel aukatími til að ganga í nokkur ókláruð verkefni,“ segir hann. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Epal gerir þetta. Epalhommarnir slógu aldeilis í gegn. Hver er svona hugmyndaríkur í fyrirtækinu?

„Við eigum í góðu samstarfi við vini okkar hjá Brandenburg auglýsingastofu sem fengu þessa frábæru hugmynd og var það Ari Magg sem tók myndina. Hugmyndin er innblásin frá verðlaunaauglýsingu um Epalhommana sem varð landsfræg vorið 2017 og var í kjölfarið Epalhommi valið orð ársins.“

Fólk sem hefur áhuga á hönnun og fallegum húsgögnum rak augun í að það blasti við ferskur nýr rauðbrúnn litur sem hefur ekki sést mikið á heimilum landsmanna. Liturinn kemur frá Benjamin Moore en á myndinni eru húsgögn eftir þekktustu hönnuði heims. 

„Í stofunni má sjá Montana hillur, Eggið í leðri, EJ220 sófa frá Erik Jørgensen, marmara sófaborð frá Gubi, bambakoll frá EO, hægindarstól frá Finn Juhl ásamt lömpum frá Louis Poulsen,“ segir Kjartan. 

Hafa verkföllin og óveðrið áhrif á söluna?

„Ekki beint myndi ég segja, en Epal er með öfluga vefverslun með yfir 7 þúsund vörum og það virðist vera sem margir nýti þennan tíma sem þau eru frá vinnu í allskyns skipulag á heimilinu og þá kemur sér vel að geta verslað fallega hönnun heima uppi í sófa.“ 

Epalhommarnir vöktu lukku og í kjölfarið varð orðið Epalhommi orð …
Epalhommarnir vöktu lukku og í kjölfarið varð orðið Epalhommi orð ársins 2017. Ljósmynd/Brandenburg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál