Andar betur á milli rýma í Breiðholtinu

Gunnar Sverrisson ljósmyndari hjálpaði Berglindi að setja þennan myndavegg saman. …
Gunnar Sverrisson ljósmyndari hjálpaði Berglindi að setja þennan myndavegg saman. Ljósið fyrir ofan borðstofuborðið fæst í Lúmex. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Berglind Berndsen, innanhússarkitekt FHI, fékk það verkefni að endurhanna neðri hæð í fallegu húsi í Breiðholtinu. Dökkar innréttingar, fallegt gólfefni og veggir í mjúkum litum mætast á heimilinu. 

Berglind hannaði heimilið fyrir fjölskylduna á árunum 2018-2019.

„Ég tók að mér að endurhanna neðri hæð hússins, sem var komin til ára sinna og þurfti á upplyftingu að halda. Útgangspunktur var einfaldleiki og tímaleysi,“ segir Berglind þegar hún er spurð út í áherslurnar í vinnu hennar.

Svona var eldhúsið áður en skipt var um innréttingar.
Svona var eldhúsið áður en skipt var um innréttingar.
Svona var umhorfs í eldhúsinu.
Svona var umhorfs í eldhúsinu.

Hverju vildu húsráðendur ná fram?

„Neðri hæðin var mjög aflokuð og dimm. Lokað anddyri, illa skipulagt baðherbergi og aflokað eldhús sem nýttist mjög illa og engin tenging var við borðstofu. Við vildum því opna anddyrið og fá þannig birtuna inn. Eins vildum við tengja saman eldhús og borðstofu og ná fram einföldu og góðu vinnufyrirkomulagi og miklu skápaplássi. Draumurinn var að hafa stóra og góða eyju en þar sem plássið bauð ekki upp á þá dýpt hannaði ég í staðinn langa neðri einingu með aukinni dýpt til að ná þessum eyjufíling. Svo er búr- og tækjaskápurinn innst eitt best falda leyndarmál eldhússins,“ segir hún.

Berglind tók loftið niður í eldhúsinu og setti góða lýsingu …
Berglind tók loftið niður í eldhúsinu og setti góða lýsingu þar. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Innréttingar eru úr bæsuðum aski.
Innréttingar eru úr bæsuðum aski. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Gott skápapláss er í eldhúsinu.
Gott skápapláss er í eldhúsinu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hillurnar á veggnum eru frá Vipp og fást í Epal.
Hillurnar á veggnum eru frá Vipp og fást í Epal. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Eldhúsið er með stórri innréttingu og miklu skápaplássi. Innréttingarnar í eldhúsinu eru úr sprautulökkuðum aski, sem Berglind er sérlega hrifin af.

„Leyndarmálið við askinn er að hann hentar einstaklega vel þegar maður sprautulakkar viðinn því æðarnar eru svo stórar og dramatískar. Á móti notaði ég hvítan carrara-marmara, sem er ofboðslega fallegur.“

Í eldhúsinu er risastór skápaveggur. Þegar Berglind er spurð að því hvað sé í þessum skápavegg spyr hún einfaldlega á móti: „Hvað er ekki í honum?“

„Það er einfaldlega allt til alls. Ég er með stóran tækja- og búrskáp, auka búrskápa, ofna og leirtausskáp sem nýtist fyrir daglegt leirtau og fyrir borðstofuna,“ segir hún.

Veggurinn á móti stóra skápaveggnum er einfaldur. Einn gluggi er á þeim vegg og setti Berglind léttar hillur. Þær koma frá VIPP, sem er danskt hönnunarfyrirtæki sem er einna þekktast fyrir ruslafötur sínar. Í hillunum er pláss fyrir smá skraut sem skapar stemningu og gerir eldhúsið heimilislegt.

Á hæðinni eru sérlega fallegar flísar sem koma frá versluninni EBSON. Það er léttur marmarafílingur í flísunum sem passar vel við Carrera-marmarann í eldhúsinu. Flísarnar eru þó örlítið grófar og passa vel við byggingarstíl hússins.

Nú mætast stofa og forstofa á heillandi hátt. Segðu mér betur frá því?

„Eins og ég sagði fyrr var eldhúsið aflokað og óheillandi með litlu sem engu skápaplássi og engin tenging við borðstofu.

Húsið er með skemmtilega glugga í sitthvora áttina. Stórir gluggar eru í borðstofu með rennihurð og stór gluggi er í eldhúsi. Mér fannst því mikilvægt að nota þessa gegnumbirtu til að skapa þessa björtu umgjörð. Ég tengdi því háu eldhússkápana við borðstofuna með því að láta þá flæða þangað inn og eru því óskýr skil á milli eldhúss og borðstofu. Til að tengja rýmin enn frekar setti ég eins gluggatjöld í eldhús og borðstofu, síð hvít voalgluggatjöld og braut svo upp litla gluggann með svörtum viðargluggatjöldum frá Skermi.“

Svona var umhorfs á baðherberginu.
Svona var umhorfs á baðherberginu.

Baðherbergið þurfti andlitslyftingu

Baðherbergið í húsinu fékk líka hraustlega andlitslyftingu. Berglind segir að það hafi verið illa nýtt og komið til ára sinna.

„Innst inni var einnig sána sem var lítið notuð því aðgengið var erfitt að henni.

Ég þykkti klósettvegginn og bjó til skápa inn í hann allan og klæddi með svörtum aski til að ná fram hlýleika. Einnig eru mjög góðar innréttingar í neðri einingunni sjálfri. Ég notaði sama efnisval og frammi til að ná tengingunni við hæðina. Svo stækkaði ég sturtuna til muna og tengdi sánuna þar inn með gráu gleri í samræmi við sturtuglerið. Globall-ljósin frá Lúmex setja svo punktinn yfir i-ið á speglunum.“

Baðherbergið er mjög fallegt.
Baðherbergið er mjög fallegt. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Lýsing undir spegli gerir mikið fyrir heildarmyndina.
Lýsing undir spegli gerir mikið fyrir heildarmyndina. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Lýsing skiptir miklu máli

Mikill metnaður var lagður í lýsingu í húsinu. Berglind naut aðstoðar frá Eiríki í Lúmex við hönnun á lýsingu.

„Það er ekki mikil lofthæð í eldhúsinu en mikilvægt var að búa til góða vinnulýsingu upp á heildarsamhengið. Ég tók því niður loftið yfir neðri einingunni og bjó þannig til góða vinnulýsingu ásamt því að setja langa braut eftir öllum háu skápunum. Til að brjóta upp neðri eininguna setti ég falleg Mantis BS5-veggljós á vegginn og bjó þannig til notalega stemmningu í eldhúsinu,“ segir Berglind.

Í borðstofunni er fallegur myndaveggur. Berglind fékk Gunnar Sverrisson, einn þekktasta heimilisljósmyndara landsins, til að hjálpa sér við að búa til myndavegginn.

„Á veggnum eru sérvaldar myndir eftir Gunnar Sverrisson ljósmyndara. Við Gunni teiknuðum hann upp í sameiningu,“ segir Berglind en til þess að skapa enn betri stemningu í borðstofunni valdi Berglind ljósið Astep 2065 sem fæst í Lúmex.

Hér sést hvernig forstofa og eldhús mætast.
Hér sést hvernig forstofa og eldhús mætast. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Á gólfunum voru flísar í anda níunda áratugarins.
Á gólfunum voru flísar í anda níunda áratugarins.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál