Drápuhlíðargrjót og magnað útsýni yfir Kópavog

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Hrauntungu í Kópavogi stendur afar sjarmerandi raðhús sem teiknað var af Sigvalda Thordarsyni. Húsið er mikið endurnýjað og gert upp á smekklegan hátt. Aðeins tveir eigendur hafa átt húsið. 

Húsið er 214 fm að stærð og var það byggt 1966. 

Á efri hæðinni er gott útsýni yfir Kópavoginn en á húsinu eru stórir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn. Eldhús, stofa og borðstofa tengjast og er eldhúsið sérlega fallegt. Eldhúsið sker sig úr en það er með viðarfontum og brúnum steini. Ljós frá Tom Dixon setja punktinn yfir i-ið eða punktinn yfir eyjuna eins og einhver myndi segja. 

Þegar horft er úr eldhúsinu blasir borðstofan við og svo stofa sem er sérlega notaleg. Þar er að finna Twiggy lampann sem er hvítur gólflampi sem fæst í Lúmex. Takið svo eftir hvernig listaverkunum er raðað bak við sófann sem kemur úr Heimili og hugmyndir.

Svo væri kjánalegt að minnast ekki á hlaðna vegginn bak svið sjónvarpið. Slíkir veggir voru mjög vinsælir á sjöunda áratugnum en því miður kunnu upparnir ekki að meta það og fleygðu út á níunda áratugnum. Enda passaði Drápuhlíðargrjótið ekki við svarta leðrið, speglana og krómið.  Þeir sem hér búa gættu þess hinsvegar að leyfa Drápuhliðargrjótinu að njóta sín og því ber að fagna. 

Heimilið er nánast allt málað í hvítum lit nema herbergin og fær það húsmuni og listaverk til að njóta sín í botn. 

Af fasteignavef mbl.is: Hrauntunga 103

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál