Ein smartasta 59 fm íbúð landsins

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Kleppsveg í Reykjavík stendur sérlega vel heppnuð 59 fm íbúð þar sem hugsað er út í hvert einasta smáatriði. Svo mikið er pælt í smáatriðum að sérstakt pláss er fyrir ryksuguvélmenni undir rúmi. 

Íbúðin stendur í húsi sem var byggt 1971 og hefur verið endurnýjuð mikið. 

Í eldhúsinu er svört innrétting með svartri borðplötu, svörtum vaski og svörtum blöndunartækjum. Við hlið innréttingarinnar er frístandandi ísskápur. Fyrir ofan innréttinguna er bleikur flísalagður veggur sem setur mikinn svip á rýmið. Einnig er sniðugt að sjá útfærslu á eyju sem er nett, en þó stúkar hún af stofuna að hluta til. 

Íbúðin var hönnuð af HAF STUDIO og setur niðurlímt parket svip sinn á rýmið ásamt glerveggnum sem stúkar af svefnherbergi. 

Þegar inn á baðherbergi er komið tekur við sannkölluð Terasso-veisla þar sem þessi tegund af flísum fær að njóta sín. 

Af fasteignavef mbl.is: Kleppsvegur 32

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál