Seltjarnarnesbær stöðvaði framkvæmdir fjárfestis

Kári Guðjón Hallgrímsson fjárfestir starfar hjá JP Morgan í Lundúnum.
Kári Guðjón Hallgrímsson fjárfestir starfar hjá JP Morgan í Lundúnum. Ljósmynd/Skjáskot Linkedin.com

Framkvæmdir við Hamarsgötu 8 á Seltjarnarnesi voru stöðvaðar um stund en á svæðinu hefur fólk búið frá árinu 1500 eða jafnvel lengur. Fjárfestirinn Kári Guðjón Hallgrímsson festi kaup á húsi sem stóð við Hamarsgötu 8 árið 2016 og lét rífa það.

Jafnframt festi hann kaup á lóðinni við hliðina á til þess að byggja eitt hús á þessum tveimur lóðum. Sigurður Bergsteinsson fornleifafræðingur og verkefnastjóri hjá Minjastofnun Íslands segir að stofnunin hefði leitað skýringa hjá Seltjarnarnesbæ um hvers vegna ekki hefði verið farið eftir umsögn stofnunarinnar. Í framhaldinu stöðvaði Seltjarnarnesbær framkvæmdirnar.

„Framkvæmdir við Hamarsgötu 8 voru stöðvaðar í stuttan tíma. Þessi framkvæmd kom til umsagnar okkar og gerðum við þá kröfu að fornleifafræðingur myndi vakta uppgröft á grunninum því í þessu bæjarstæði gætu verið fornminjar. Á þessu svæði hefur verið búið frá árinu 1500 eða jafnvel lengur og því er ekki ólíklegt að þar séu fornminjar,“ segir Sigurður.

„Síðan urðum við vör við það í maí að búið var að grafa grunninn og steypa hann án þess að farið hefði verið eftir okkar tilmælum. Í framhaldinu leituðum við eftir skýringum hjá Seltjarnarnesbæ, sem stöðvaði framkvæmdirnar. Við fórum yfir málin með Seltjarnarnesbæ og niðurstaða okkar var sú að við vildum að það yrðu teknir tveir skurðir utan í grunninum þannig að við sæjum í sniðinu hvort þarna væru mannvistarleifar. Þetta var gert og tók þetta einn dag. Í ljós kom að það var ekkert þarna. Þar með var málinu lokið af okkar hálfu,“ segir hann. 

Sigurður tók þó fram að ekki væri útilokað að fornleifar hefðu verið skemmdar við grunngröftinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál