Markaðsstjórinn flytur úr 98 fm íbúð í Hafnarfirði

Rakel Guðmundsdóttir markaðsstjóri Atlantsolíu hefur sett sína fallegu íbúð í Hafnarfirði á sölu. Íbúðin er 98 fm að stærð og var húsið byggt 1959.

Fallegir litir einkenna íbúðina og er húsgögnum raðað upp á sjarmerandi hátt. Stofan er björt og falleg með brúnum leðursófa í forgrunni. Þar eru líka plöntur og falleg svarthvít motta úr IKEA sem setur svip sinn á rýmið. 

Borðstofan er hlýleg og er myndum raðað upp á heillandi hátt. Í eldhúsinu eru veggir málaðir í hlýjum tónum sem poppa upp eldri innréttingu. 

Eins og sést á myndunum er Rakel mikil smekkmanneskja! 

Af fasteignavef mbl.is: Reynihvammur 2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál