Magnolia flutt og nú er hægt að sofa í íbúð verslunarinnar

Verslunin Magnolia er flutt að Skólavörðustíg 18.
Verslunin Magnolia er flutt að Skólavörðustíg 18.

Kristín Sigurðardóttir rekur verslunina Magnolia ásamt Ingu Bryndísi Jónsdóttur. Hún segir að sýn þeirra á lífið og tilveruna endurspeglist í öllu því sem þær gera í fyrirtækinu. Á dögunum flutti Magnolia neðar á Skólavörðustíg og hafa fagurkerar landsins fagnað þessu. 

„Nú er Magnolia orðin átta ára og höfum við fært verslunina til á Skólavörðustígnum. Við erum með glæsilega verslun en einnig 1001 nótt, sem er nýja íbúðin sem Magnolia býður upp á til útleigu. Við höfum í gegnum tíðina fengið fjölda fyrirspurna frá viðskiptavinum okkar erlendis. Svo nú er sá draumur að rætast hjá okkur. Íbúðin er sýningasalur og svo til útleigu fyrir þá sem vilja,“ segir Kristín. 

Þótt það sé bara ágúst og kannski ekki margir farnir að huga að jólunum þá er allt annað uppi á teningnum hjá Kristínu og Ingu Bryndísi. Þær eru farnar að undirbúa jólin sem er þeirra uppáhaldstími. 

„Það verður margt nýtt og spennandi í gangi í skreytingum og stemningu.  Við erum fullar tilhlökkunar að taka á móti viðskiptavinum okkar í nýja Magnolia húsinu - húsi töfrana.“

Nýja húsnæðið er glæsilegt.
Nýja húsnæðið er glæsilegt.
Litirnir í versluninni eru klassískir og fallegir.
Litirnir í versluninni eru klassískir og fallegir.
mbl.is