Jórunn og Hörður búin að selja Einimelinn

Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen og Hörður Ólafsson hafa selt fasteign …
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen og Hörður Ólafsson hafa selt fasteign sína við Einimel 19.

Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi og eiginmaður hennar, Hörður Ólafsson læknir, hafa selt einbýlishús sitt við Einimel 19.

Kaupendur hússins eru hjónin Rafn Hilmarsson og Ragnheiður Kristín Þorkelsdóttir. 

Húsið er afar fallegt, 258 fm að stærð og var byggt 1933. Jórunn og Hörður lögðu mikla alúð í húsið en í viðtali við Vesturbæjarblaðið í byrjun árs segir Jórunn að þau hafi lengi leitað að húsi til að kaupa saman.

„Ég og fyrrverandi eiginmaður minn skildum árið 2010 og ég eignaðist þá íbúð við Selvogsgrunn. Þegar ég kynntist núverandi eiginmanni mínum, Herði Ólafssyni lækni, ákváðum við að leigja íbúðirnar okkar út og leigðum okkur saman hús úti á Seltjarnarnesi. Við vorum varkár og vildum láta reyna á hvernig búskapur okkar gengi áður en við myndum festa okkur sameiginlega eign. Búskapurinn gekk vel og við ákváðum að selja báðar íbúðirnar okkar og finna okkur saman eign. Við vildum vera í göngufæri við miðbæinn en þó ekki alveg í bænum. Nesið var of langt í burtu að okkar mati. Norðurströndin er löng og ég gat ekki hugsað mér að búa þar ytra til frambúðar. Fannst eins og ég væri komin svolítið út úr samfélaginu,“ segir Jórunn í viðtalinu sem hægt er að lesa í heild sinni HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál