Rakaði inn seðlum þegar hún seldi húsið

Khloé Kardashian fékk tvisvar sinnum meira fyrir hús sitt 6 …
Khloé Kardashian fékk tvisvar sinnum meira fyrir hús sitt 6 árum eftir að hún keypti það. AFP

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian er búin að selja húsið sitt í Calabasas í Bandaríkjunum. Eignin seldist á 15,5 milljónir bandaríkjadala eða um 2,1 milljarð íslenskra króna.

Húsið keypti hún fyrir sex árum á 7,2 milljónir bandaríkjadala og því náði hún að rúmlega tvöfalda verð eignarinnar.

Húsið telur rúma þúsund fermetra og er dýrasta hús miðað við fermetrafjölda til að seljast í Calabasas. 

Kardashian setti húsið fyrst á sölu í maí síðastliðnum og vildi þá fá 18,95 milljónir bandaríkjadala fyrir það. Hún hefur þó greinilega þurft að lækka verðið. 

Húsið hefur verið í eigu fjölda stjarna í gegnum árin en í viðtali árið 2016 sagði Kardashian að hún hefði keypt það af Justin Bieber árið 2014. Þá keypti Bieber það af fyrrverandi eiginkonu leikarans Eddies Murphys, Nicole Murphy, sem eignaðist húsið í skilnaðinum.

Ljósmynd/Douglas Friedman
Ljósmynd/Douglas Friedman
Ljósmynd/Douglas Friedman
Ljósmynd/Douglas Friedman
mbl.is