Plöntuveggir fækkuðu veikindadögum

Katrín Ólöf Egilsdóttir stofnaði nýverið fyrirtækið Mánagull.
Katrín Ólöf Egilsdóttir stofnaði nýverið fyrirtækið Mánagull. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingar hafa sjaldan eða aldrei haft meiri áhuga á inniplöntum. Plöntur eru þó ekki bara fallegar að sögn Katrínar Ólafar Egilsdóttur sem stofnaði nýverið fyrirtækið Mánagull. Í meistararitgerð sinni í vinnusálfræði í Noregi skoðaði Katrín jákvæð áhrif plantna og síðan þá hefur áhugi hennar á plöntum bara aukist.

Á heimili Katrínar í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna fjölmargar plöntur.

„Því eldri sem ég verð því meiri áhuga hef ég á plöntum. Það kom mér smá á óvart að ég hefði fengið áhuga á því að vera með fallegar plöntur í kringum mig. Andlega líður mér betur að hafa grænt heima hjá mér, ég finn það. Mér finnst loftgæðin meiri heima hjá mér. Ég fæ líka eitthvað út úr því að hugsa um plönturnar mínar. Það veitir mér einhverja ánægju,“ segir Katrín, sem finnst hlýlegra, notalegra og fallegra heima hjá sér eftir því sem bætist í plöntufjölskylduna.

Katrín stillir upp plöntum eins og öðrum skrautmunum.
Katrín stillir upp plöntum eins og öðrum skrautmunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á einum af stofuveggjunum vekur sérstaka athygli þekja af mánagullsplöntum. Plöntuveggurinn er eins og þeir sem Katrín setur upp á vegum fyrirtækis síns. Norska fyrirtækið Skogluft framleiðir sérhannaða plöntubakka fyrir plönturnar en fyrirtækinu kynntist hún í Noregi.

Plöntuveggurinn er eins og lifandi listaverk.
Plöntuveggurinn er eins og lifandi listaverk. mbl.is/Kristinn Magnússon
Katrín vinnur við eldhúsborðið.
Katrín vinnur við eldhúsborðið. mbl.is/Kristinn Magnússon


Mikið rannsakað

Plöntuveggurinn heima hjá Katrínu sómir sér vel í stofunni þar sem einnig er að finna heimaskrifstofu hennar. Plöntuveggirnir eru þó ekki síður hugsaðir fyrir fyrirtæki en vísindamenn hafa lengi sýnt áhrifunum áhuga. Katrín bendir til dæmis á rannsókn á vegum NASA frá árinu 1989.

„Það er til gömul rannsókn sem gerð var á áhrifum plantna á loftgæði í geimförum. Það var verið að hugsa um hvernig væri hægt að auka loftgæði inni í rýmum sem geimfarar voru í. Þá kom í ljós að það eru ákveðnar tegundir af plöntum sem hreinsa andrúmsloftið betur en aðrar,“ segir Katrín. Hún nefnir tegundir á borð við friðarlilju, mánagull og aðra grænblöðunga sem plöntur sem bæta loftgæði.

Allt sem er grænt, grænt er fallegt.
Allt sem er grænt, grænt er fallegt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín notar mánagull í veggina sína og ekki bara vegna þess að plantan stuðlar að meiri loftgæðum. Hún segir mánagull vaxa nokkuð hratt auk þess sem það þarf afar einfalda umönnun, litla vökvun og birtu.

Myndlist í ramma og planta í ramma.
Myndlist í ramma og planta í ramma. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrátt fyrir að Katrín segi að plöntuáhuginn hafi komið með aldrinum býr hún að því að hafa skrifað meistararitgerð sína í Noregi um efnið fyrir níu árum.

„Ég rannsakaði hvort plöntur og lýsing myndu bæta afköst, þreytustig starfsmanna og starfsánægju. Ég tók meðal annars viðtal við framkvæmdastjóra Google í Noregi. Framkvæmdastjórinn hafði fulla trú á því að plöntuveggir á skrifstofum þeirra hefðu haft þau áhrif að veikindadögum hjá starfsfólki hans fækkaði. Hann var algjörlega sannfærður um að tengsl væru þarna á milli. Niðurstöðurnar úr minni rannsókn bentu til þess að fólki liði betur og starfsþátttaka væri meiri og veikindadagar færri þar sem plöntur voru í skrifstofurýmum. Í Noregi hafa líka verið gerðar rannsóknir á spítölum sem benda til þess að fólki, sem sér gróður út um glugga hjá sér eða er með grænt inni hjá sér, batni hraðar.

Náttúran er í frogrunni á heimili Katrínar Ólafar.
Náttúran er í frogrunni á heimili Katrínar Ólafar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aukinn áhugi í faraldrinum

Það er aldrei réttur tími til að stofna fyrirtæki. Það er alltaf ákveðin áhætta en þessi hugmynd var búin að blunda lengi í mér,“ segir Katrín um að stofna fyrirtæki í heimsfaraldri. Hún var nýkomin úr fæðingarorlofi og var með lítið af verkefnum vegna efnahagsþrenginga.
Annað sem hafði áhrif á ákvörðun Katrínar var að áhugi hennar á plöntum jókst bara og það sama má segja um áhuga Íslendinga. Katrín skoðaði facebookhópinn Stofublóm inniblóm pottablóm. Hún segir að mikil fjölgun hafi átt sér stað á síðustu tveimur árum en sprenging hafi orðið í fjölda fólks í hópnum eftir að kórónuveirufaraldurinn fór að hafa áhrif á líf fólks. Kenning Katrínar er svo að plöntur séu bæði í tísku en auk þess dvelji fólk meira heima hjá sér þessa dagana.

Stórir gluggar, gott ljós og plöntur bæta vinnuaðstoðu Katrínar.
Stórir gluggar, gott ljós og plöntur bæta vinnuaðstoðu Katrínar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín vinnur í fyrirtækinu sínu heima og hefur þá nokkur atriði í huga á heimaskrifstofunni við eldhúsborðið.

„Það er gott að vera með góða rútínu, vakna á sama tíma á hverjum degi. Ég finn að það hjálpar mér. Ég reyni að hreyfa mig í hádeginu, fer út að ganga eða geri jóga heima. Lýsing skiptir máli, ég passa að hafa bjart heima hjá mér. Það er annar hlutur sem skiptir að mínu mati mjög miklu máli, sérstaklega á Íslandi þar sem er lítið dagsljós á veturna, að hafa góða lýsingu. Ég myndi í rauninni mæla með að fólk væri með dagsljósslampa á veturna. Ég er með stóra glugga sem mér finnst þægilegt. Hvar situr þú? Það skiptir máli. Ég sit þannig að ég sjái út um gluggann. Það skiptir einnig máli að sitja ekki of lengi og mikilvægt að standa reglulega upp frá tölvunni.“

Plaggat af íslenskri flóru er viðegiandi við hlið plöntuveggs Katrínar.
Plaggat af íslenskri flóru er viðegiandi við hlið plöntuveggs Katrínar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það gefur Katrínu mikið að hugsa um plönturnar sínar.
Það gefur Katrínu mikið að hugsa um plönturnar sínar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál