149 milljóna glæsihús við Bárugötu

Við Bárugötu í Reykjavík stendur afar fallegt einbýli sem búið er að endurnýja mikið. Húsið var byggt 1926 og býr yfir miklum sjarma.

Andi fyrri tíma svífur yfir vötnum og eru nýlegar innréttingar í stíl við gamla tímann. Í eldhúsinu er til dæmis hvít innrétting með fulningahurðum og marmaraborðplötum. Í eldhúsinu er eldhúskrókur en auk þess eru borðstofa og stofa á sömu hæð.

Húsið er á þremur hæðum með risi og er aukaíbúð í kjallara sem hægt er að leigja út. 

Ljósir litir eru áberandi en í forstofunni er marmari á gólfum en annars er parket á öðrum rýmum. Rósettur, loftlistar, vegglistar og gólflistar fá sitt rými í húsinu sem hugsað hefur verið vel um í gegnum tíðina. 

Af fasteignavef mbl.is: Bárugata 20

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál