Félag Gísla Haukssonar selur 105 milljóna timburhús

Gísli Hauksson.
Gísli Hauksson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gísli Hauksson oft kenndur við GAMMA hefur sett einbýlishús við Bókhlöðustíg á sölu. Húsið er skráð á félag Gísla, Ægir Invest ehf. Félagið festi kaup á húsinu 30. desember 2019 og var það afhent í upphafi síðasta árs. 

Húsið er 188 fm að stærð en það hefur ekki alltaf verið staðsett á þessum stað. Húsið var upphaflega byggt 1901 og stóð við Vesturgötu 18. Húsið var flutt á núverandi stað 1981 og var steyptur undir það kjallari. Húsið sjálft er timburhús. Í fasteignaauglýsingu kemur fram að húsið hafi verið gert upp á vandaðan hátt. 

Af fasteignavef mbl.is: Bókhlöðustígur 10 

Bókhlöðustígur 10.
Bókhlöðustígur 10.
Eldhúsið er með vandaðri viðarinnréttingu.
Eldhúsið er með vandaðri viðarinnréttingu.
Allir gluggar eru hvítlakkaðir.
Allir gluggar eru hvítlakkaðir.
mbl.is