Töfrandi 123 ára ævintýrahús í óralangri fjarlægð frá djamminu

Við Aðalstræti á Patreksfirði stendur húsið Merkisteinn sem var byggt 1898. Húsið er samtals 244,8 fá og státar af óhindruðu sjávarútsýni. Ef þig hefur alltaf dreymt um að eignast hús með sál langt í burtu frá svalli miðborgar Reykjavíkur þá er þetta hús fyrir þig. Húsið var byggt í þremur áföngum og er elsti hlutinn 123 ára.  

Núverandi eigendur hafa gert ýmislegt til að bæta útlit og gæði hússins. Búið er að taka niður veggi og stækka alrými þannig að það fari betur um heimilismeðlimi. Hátt er til lofts og góður andi. 

Eigendur hafa lagt talsverða vinnu í að gera upprunalegt burðarvirki hússins sýnilegt þannig að nú fá burðarbitar, fjalir og strompur að njóta sín. 

Eins og sést á myndunum býr þetta hús yfir miklum töfrum. 

Af fasteignavef mbl.is: Aðalstræti 72

mbl.is