Lykillinn að koma sér vel fyrir

Halla Bára Gestsdóttir heldur úti hlaðvarpsþættinum, Home and Delicius.
Halla Bára Gestsdóttir heldur úti hlaðvarpsþættinum, Home and Delicius. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Halla Bára Gunnarsdóttir húsahvíslari og innanhússhönnuður heldur úti hlaðvarpsþættinum Home and Delicious. Að þessu sinni ræðir hún við Elsu Ævarsdóttur innanhússarkitekt. Elsa hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Kína, Singapúr og Berlín svo einhverjir staðir séu nefndir. Hún lýsir ólíkri stemningu á heimilum eftir heimshlutum. Hún segir að það sé alltaf að verða algengara að fólk þurfi að búa í öðrum löndum vegna vinnu sinnar og þá skipti máli að heimilið á hverjum stað sé góður staður. 

„Lykillinn að því að líða vel er að koma sér almennilega fyrir. Það getur þú gert með því að mála, kaupa þér hluti sem þú átt sjálfur. Fólk var lengi að uppgötva þetta,“ segir Elsa í viðtalinu. 

HÉR getur þú hlustað á þáttinn í heild. 

mbl.is