Halla Bára og Gunnar með funheitt hlaðvarp

Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir eru byrjuð með hlaðvarpsþátt …
Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir eru byrjuð með hlaðvarpsþátt sem allir heimilisunnendur mega ekki missa af.

Hjónin Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson reka vefinn Home and Delicious. Þau eru þekkt á sínu sviði, hún sem innanhússhönnuður og hann sem ljósmyndari. Á sínum ferli hafa þau ritstýrt tímaritum, gefið út bækur og haldið námskeið. Nú eru þau byrjuð með hlaðvarp á vefnum sínum um heimili og öllu sem því fylgir. 

Hjónin búa saman og vinna saman og í þessum fyrsta hlaðvarpsþætti tala þau saman um vinnuna og ástríðuna sem fylgir því að lifa góðu lífi. Upphaflega ætlaði Halla Bára að taka viðtal við Gunnar en svo snérist þetta eiginlega við. 

HÉR er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni. 

mbl.is