Heimilisljósmyndir eiga að veita ákveðna upplifun

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Gunnar Sverrisson er einn færasti heimilisljósmyndari landsins. Hann hefur gefið út fjölmargar heimilisbækur ásamt eiginkonu sinni, Höllu Báru Gestsdóttur húsahvíslara. Í dag gerir hann mikið af því að taka fasteignaljósmyndir fyrir fólk sem hyggst selja eign sína.

Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar fasteignaljósmyndir eru annars vegar?

„Fyrir mér eiga þær að veita ákveðna upplifun. Þær eiga ekki að reyna að sýna allt rýmið. Frekar að reyna að leiða þann sem skoðar myndirnar í einhvern sannleika um hvernig allt er í raun. Það er meira spennandi að reyna að búa til hughrif og upplifun af eigninni, svipað og þegar þú ert að skoða hótel á ferðalagi, skilja smá spennu eftir þegar þú kemur og sérð síðan í raun. Myndir hafa mikil áhrif og þessi áhrif skipta máli þegar þú ert að selja stærstu eignina þína, heimilið þitt – ég á erfitt með að skoða myndir þar sem reynt er að búa til eitthvert raunsæi í þessum efnum, því augað skynjar rými betur en fiskaugalinsa,“ segir Gunnar.

Finnst þér fólk spá nægilega mikið í það að það séu góðar myndir af fasteigninni?

„Ég vinn aðallega fyrir arkitekta og svo vinnum við hjónin í okkar útgáfu, en það hefur færst í vöxt að ég myndi fasteignir sem eru á leið í söluferli. Líklega vill það fólk fá öðruvísi nálgun, svipaða og ég nefni hér að framan, en með því er ég ekki að segja að mín nálgun sé eitthvað betri en önnur, smekkur mun alltaf ráða för, sem betur fer, upp á fjölbreytileikann. En mér finnst að þeir sem eru að selja, og þeir sem vinna fyrir þá sem eru að selja, megi hugsa meira um þennan hluta, því þetta eru yfirleitt heimili fólks og myndirnar sem eru teknar eru líka minningar fyrir þá sem eru að selja,“ segir hann.

Er hægt að taka góðar myndir af öllum heimilum? Hvað einkennir góðar fasteignaljósmyndir?

„Já, mér finnst það ef ljósmyndarinn nálgast verkefnið með það í huga. Þó að heimilið sé ekki hlaðið „hönnunarvörum“ þá er það birtan og ásýndin sem mun skipta máli að lokum. Ef heimili eru persónuleg þá er alltaf hægt að gera góða hluti. Þegar þú spyrð hvað einkenni góðar fasteignaljósmyndir, þá er það líklega það sem ég sagði áðan, að þær veiti upplifun og að sá sem myndar gefi sér tíma í verkefnið, reyni að kynnast heimilinu og skili myndum af sér sem eru að einhverju leyti eftirminnilegar.“

Tekur þú öðruvísi myndir af eign sem er að fara á sölu en ef það er verið að mynda fyrir hönnunarbækur?

„Í sjálfu sér ekki. Mig langar að hafa þær svipaðar, kannski minna um „nærmyndir“ af uppstillingum og slíkt, en það er líklega óþarfi því það ætti að gleðja augað og veita þau hughrif þegar inn er komið. En ég reyni alltaf að nálgast verkefnin á sama hátt því það þykir mér skemmtilegt og setur pressu á mig að vanda mig.“

Hvað ráðleggur þú fólki að gera fyrir fasteignamyndatöku?

„Hafa eignina eins og hún er alltaf, fallega tekið til og huggulegt. Hafa hana „sanna“ og treysta auga ljósmyndarans, því það er svo gaman að sjá hvernig aðrir sjá hlutina, sérstaklega þegar þú hefur kannski búið í sömu eigninni í langan tíma. Bíða svo spennt að fá fólk í heimsókn því þá kemur allt önnur upplifun í ljós. Myndir gætu selt eign en verðandi kaupendur þurfa að koma í heimsókn að lokum.“

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál