Mikið hvítt í 101 án þess að vera goslaust

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Í einni af leynigötum Reykjavíkur stendur afar fallegt einbýlishús sem byggt var 1948. Í þessari götu sem heitir Brekkustíg er ekki mikil umferð heldur kyrrð og ró. Hún er falin inn í miðju hverfi þar sem stutt er út á Granda, í miðbæ Reykjavíkur og í Vesturbæjarlaugina ef fólk dýrkar sundferðir. 

Í þessu 200 fm húsi er hönnunin heillandi. Eldhús og stofa eru í sama rými og fær hvít innrétting sitt pláss í eldhúsinu. Svartur veggur rammar inn ákveðna stemningu sem kallast á við svartan leðursófa í stofunni. Antík-borðstofuborð við Eames-stóla fara vel við önnur húsgögn og það gerir líka stóra ljósakrónan sem svífur yfir borðinu. Það er kannski ekki að undra að heimilið sé fallegt því það var hannað af einum færasta innanhússarkitekt landsins, Rut Káradóttur. 

Í eldhúsinu er háfinum pakkað inn þannig að hann fellur inn í vegginn en út frá honum koma tvær hillur. Þetta fer allt saman mjög vel saman og skapar fallega heildarmynd. 

Síðustu ár hafa litrík heimili verið áberandi en hér sést hvernig hægt er að nota hvíta litinn án þess að það verði allt of litlaust og leiðinlegt og goslaust. 

Af fasteignavef mbl.is: Brekkustígur 16

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is