Svandís selur eitt fallegasta hús Seyðisfjarðar

Svandís Egilsdóttir, skólastjóri á Seyðisfirði, hefur sett sitt einstaka hús á sölu. Um er að ræða 294 fm einbýlishús sem byggt var 1908. Heimili Svandísar er einstaklega hlýlegt og smekklegt. Innanstokksmunir eru í samræmi við byggingarstíl hússins og fær gamli tíminn að svífa um í bland við nútímalegri húsgögn og innréttingar. 

Búið er að endurnýja húsið mikið og er til dæmis nýleg eldhúsinnrétting í eldhúsinu með eyju. Innréttingin er hvít, sprautulökkuð með fulningahurðum sem minna á gamla tímann. Í húsinu eru gamlar gólffjalir sem búið er að pússa upp. 

Eins og sést á myndunum kann Svandís að gera huggulegt í kringum sig. 

Af fasteignavef mbl.is: Vesturvegur 8

mbl.is