„Sober“ heimili komin aftur í tísku

„Sober“ stílinn er fallegur og einfaldur stíll sem stækkar vanalega …
„Sober“ stílinn er fallegur og einfaldur stíll sem stækkar vanalega heimilið. mbl.is/Instagram

Hreinir, mattir ljósir litir sem stundum eru kallaðir „sober“ litir eru vinsælir núna. Þetta eru litir sem stækka vanalega heimilið og minna á gömlu, einföldu góðu tímana.  

Það sem þykir fallegast við þennan litastíl er að hann tekur ekki orku frá fólki heldur ljær heimilinu ákveðinn frið. 

Fallegast er að hafa litla hluti geymda í skúffum og í boxum svo umhverfið verði stílhreint og auðvelt sé að ganga um. 

Náttúrulegur viður og klassísk húsgögn eru gjarnan valin inn á heimili sem eru máluð í „sober“-stílnum. 

OOAA-arkitektastofan þykir í fararbroddi í stílnum og er áhugavert að fylgjast með hvað þeir eru að fást við núna þessu tengt. 

mbl.is