Glæsileg penthouse-íbúð við Barðastaði

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Barðastaði í Reykjavík er að finna glæsilega penthouse-íbúð sem hefur að geyma útsýni yfir allan fjallahringinn. 

Íbúðin er 162 fm að stærð og er íbúðin á tveimur hæðum. Blokkin sjálf var byggð árið 2000. Búið er að endurnýja innréttingar en í eldhúsinu er hvít innrétting sem er sprautulökkuð. Hún var teiknuð af Halldóru Vífilsdóttur arkitekt og fer einstaklega vel í eldhúsinu. 

Gott flæði er í íbúðinni en eldhúsið, stofa og borðstofa eru í sama rými. Það sem vekur athygli er að í stofunni eru bókahillur sem ná upp í loft. Þessar bókahillur búa til skemmtilega stemningu og eru alger himnasending fyrir fólk sem dýrkar bækur. 

Eins og sjá má á myndunum er grunnskipulag íbúðarinnar ekki bara gott heldur er hún prýdd afar fallegum húsgögnum og listaverkum. 

Af fasteignavef mbl.is: Barðastaðir 7

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is