Tómas selur 139 milljóna glæsihús á Selfossi

Tómas Þóroddsson.
Tómas Þóroddsson. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tómas Þóroddsson eigandi Kaffi Krúsar á Selfossi hefur sett glæsihús sitt á sölu. Um er að ræða einbýlishús byggt 1955. Húsið er 356 fm að stærð og einstaklega vandað. Það er á tveimur hæðum ásamt kjallara. Þakið er fallegt og þegar inn er komið sést að þar er plássið nýtt vel. 

Fallegt fiskibeinaparket er á hluta af húsinu en í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með fulningahurðum. Innréttingin minnir á tískuna sem var í gangi í kringum 1950 nema að það er ekki verið að vinna með formæka heldur granítborðplötur og grænar mósaíkflísar á milli skápa. 

Eins og sést á myndunum er hús Tómasar vandað og fallegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Hörðuvellir 2

mbl.is