Sigga Heimis flytur úr glæsihúsinu

Sigga Heimis hefur búið sér einstakan heim á Seltjarnarnesi. Nú …
Sigga Heimis hefur búið sér einstakan heim á Seltjarnarnesi. Nú er húsið komið á sölu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Iðnhönnuðurinn Sigga Heimis hefur sett sitt glæsilega einbýlishús við Tjarnarstíg á sölu. Um er að ræða 227 fm einbýli sem byggt var 1940. Úr húsinu er fagurt útsýni út á sjó en í næstu húsum búa Arnaldur Indriðason metsöluhöfundur og Ari Eldjárn uppistandari svo einhverjir séu nefndir. 

Eldhús, borðstofa og stofa flæða saman í eitt og fá litrík húsgögn að njóta sín. Í eldhúsinu er blá innrétting sem passar vel við húsið. Í borðstofunni eru string-hillur á heilum vegg sem hafa að geyma bækur og listaverk. 

Í borðstofunni er hringlaga borð með marglitum sjöum eftir Arne Jacobsen en í stofunni eru litrík og falleg húsgögn. Úr stofunni er hægt að ganga út á svalir og njóta útsýnisins. 

Á neðri hæðinni eru nokkur herbergi og stórt baðherbergi og húsið því afar hentugt fyrir fólk sem er með unglinga á heimilinu. 

Af fasteignavef mbl.is: Tjarnarstígur 4

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál