Passar vel fyrir fólk með blásið hár og gengur um á leðursólum

Prufukeyrari í miðbæ Antvarpen undir stýri á Lexus NX.
Prufukeyrari í miðbæ Antvarpen undir stýri á Lexus NX.

Það var enginn að tala um borgarlínuna eða bíllausan lífsstíl þegar japanski bílaframleiðandinn Lexus bauð nokkrum blaðamönnum á rúntinn í Belgíu. Markmið ferðarinnar var að prufukeyra nýja kynslóð af lúxusbílnum Lexus NX 450h+ og upplifa hvað slíkur gripur hefur upp á að bjóða. Það var þó ekki bara keyrt um sveitir og borgir landsins heldur notið lífsins þar sem góður matur, falleg hönnun og demantar komu við sögu.

Fólki sem hefur áhuga á bílum finnst jafnsjálfsagt að vera vel akandi eins og að eiga fallega skó eða fína kjóla. Fólk sem ferðast um lífið á leðursóluðum skóm með blásið hár vill helst ekki þurfa að bíða úti í rigningu eða appelsínugulum viðvörunum ef það þarf að komast á milli staða. Það vill geta haft það náðugt þegar það er á ferðinni og vill að bílar séu fallega hannaðir. Bæði að utan og innan.

Það er ákveðin listgrein að raða saman litum, felgum og innréttingum þannig að upplifunin verði sem mest. Þessum prufukeyrara sem hér skrifar finnst skipta miklu máli að almennilegur bíll sé á vönduðum felgum. Þær þurfa að vera stórar og voldugar án þess að yfirbragðið verði ódýrt (eða einhver 17 ára hafi valið þær).

Þegar komið var til Brussel var keyrt á afar huggulegan stað rétt fyrir utan borgina sem býður upp á mat og gistingu en fyrir utan staðinn voru Lexus NX 450h+ í röðum. Bíllinn sem við prófuðum var steingrár á litinn á flottum felgum og með „hömruðu“ leðri að innan. Bíllinn var með lituðum rúðum sem gerir hann ennþá sportlegri. Þessi nýja kynslóð af Lexus NX er tengiltvinnbíll sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Hann drífur 70 km á rafmagni.

Í bílnum er 14 tommu snertiskjár.
Í bílnum er 14 tommu snertiskjár.

Fullkomin stærð

Bíllinn er í hæfilegri stærð. Ekki of stór og ekki of lítill. Hann passar til dæmis vel fyrir 45 ára konur sem ferðast mest um með einn farþega og íþróttatösku en þó það stór að það er hægt að ferðast á honum og fara á honum í endurvinnsluna án þess að þurfa að vera með kerru aftan í.

Konur sem eiga það til að breyta svolítið ört heima hjá sér og eru stöðugt að fá nýjar hugmyndir þurfa bíl sem rúmar varning. Hvort sem hann er að fara inn á heimilið eða út af því.

Eins og sést er bíllinn sportlegur að framan.
Eins og sést er bíllinn sportlegur að framan.

Að innan er bíllinn sérlega skemmtilegur og þessi týpa sem ég prófaði með var með djúpum og mjúkum leðursætum. Tilfinningin var svolítið eins og að vera komin í stól lata stráksins – bara smartari útgáfu og á hjólum.

Þótt Lexus NX sé mjög tæknilegur þá upplifir fólk engan tæknikvíða með því að setjast undir stýri. Það er allt hefðbundið. Stýrið er kringlótt og á réttum stað og mælaborðið er alls ekki eins og fólk sé að setjast um borð í geimflaug. Hönnunin er hins vegar falleg og aðgengileg þótt það sé 14 tommu snertiskjár til hliðar. Stýrikerfið í bílnum er líka tæknilegt og hægt er að tala við það. Þú getur beðið Lexusinn þinn um að hringja í ömmu þína eða fara beinustu leið heim. Þegar keyrt var til Antwerpen var til dæmis götukerfi á stóra skjánum sem var mjög þægilegt og gerði það að verkum að enginn villtist á leiðinni.

Fólk gerir misjafnar kröfur þegar kemur að hönnun á bifreiðum að innan. Þessi prufukeyrari sem hér skrifar vill til dæmis hafa stóran armpúða á milli sætanna til þess að minnka vöðvaspennu í handlegg sem getur leitt upp í höfuð. Og þessum prufukeyrara finnst mikilvægt að það sé hægt að skorða drykkina vel á milli sætanna. Það er einmitt hægt í þessum bíl.

Það er líka annað sem þessum prufukeyrara finnst skipta máli og það er að það séu góð hljómflutningstæki í bílnum. Það verður að vera hægt að hækka vel í Rammstein, Rod Stewart og Barry Manilow þegar ekið er á milli staða. Einangrun í bílnum þarf svo að vera góð svo fólk í næsta bíl haldi ekki að sá sem syngur hástöfum með Copacabana sé nýkominn úr forðasprautu.

Hér má sjá tvær Lexus NX bifreiðar fyrir utan vínekru …
Hér má sjá tvær Lexus NX bifreiðar fyrir utan vínekru í Liezele í Belgíu en þangað keyrði hópurinn til þess að fá sér hádegisverð. Arkitektinn Vincent Van Duysen hannaði húsnæðið sem var byggt 2020. Vínekran er staðsett í um það bil 30 mínútna akstri frá Antvarpen.
Hér er hópurinn saman í hádegisverði í Liezele.
Hér er hópurinn saman í hádegisverði í Liezele.
Hér er prufukeyrari að læra að skoða demanta hjá einstökum …
Hér er prufukeyrari að læra að skoða demanta hjá einstökum demanta sérfræðingi. mbl.is/Marta María
Í miðborg Antvarpen er að finna einstaka matarupplifun þar sem …
Í miðborg Antvarpen er að finna einstaka matarupplifun þar sem matur og drykkur er paraður saman af mikilli upplifun. mbl.is/Marta María
Hér er Paul Morel að útbúa sérstaka drykki.
Hér er Paul Morel að útbúa sérstaka drykki. mbl.is/Marta María
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda