Sveinn keypti húsið á 240 milljónir

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Sveinn Biering Jónsson greiddi 240 milljónir fyrir einbýlishúsið við Blikanes í Garðabæ. Smartland greindi frá því á dögunum að hann hefði keypt húsið þann 20. apríl síðastliðinn.

Húsið við Blikanes er einstakt á allan hátt en það er 367 fm að stærð og var byggt 1966. Húsið uppfyllir hönnunartísku þess tíma sem nýtur mikilla vinsælda í dag. Kassalaga form og stórir gluggar einkenna húsið sem er einstakt á svo marga vegu. 

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is