Magnús Scheving og Hrefna keyptu útsýnishús á Seltjarnarnesi

Magnús Scheving og Hrefna Björk Sverrisdóttir.
Magnús Scheving og Hrefna Björk Sverrisdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magnús Scheving og Hrefna Björk Sverrisdóttir eigendur veitingastaðarins Rok hafa fest kaup á endaraðhúsi á Seltjarnarnesi. Húsið er 269 fm að stærð og var byggt 1989. Húsið er við Bakkavör á Seltjarnarnesi og státar af guðdómlegu útsýni út á Atlantshaf. 

Hjónin búa nú í Skerjafirðinum en Smartland sagði frá því á dögunum að hús hans væri komið á sölu. 

Nýja húsið hefur að geyma vandaðar innréttingar. Í eldhúsinu er skápaveggur sem er með hurðum úr stáli. Eyjan fyrir framan eldhúsið er hvít sprautulökkuð en í horni eldhússins er borð úr hnotu sem er í stíl við skápahurðar og innihurðar í húsinu. Húsið er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er eldhús og stofa og þar er ríkuleg lofthæð. Á efri hæðinni eru stórir gluggar sem gera hæðina skemmtilega. 

Á gólfunum er fiskibeinaparket en á einu af baðherbergjunum er frísandandi baðkar og marmaraflísar á veggjum. 

Það á ekki eftir að fara illa um fjölskylduna í húsinu en hjónin eiga von á barni í desember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál