Bleikt marmarabaðherbergi sem alla dreymir um

Baðherbergið er bjart og fallegt. Takið eftir ávölum línum á …
Baðherbergið er bjart og fallegt. Takið eftir ávölum línum á vaskaskápnum. Skjáskot/Instagram

„Það að njóta er ekki lúxus heldur lífsnauðsynlegt og getur breytt lífi manns,“ segir Lucy Litwack eigandi og forstjóri munaðarvörufyrirtækisins Coco de Mer í viðtali við The Times. Hún hefur framleitt hágæðaundirföt í tvo áratugi og veit því hvað hún syngur í þeim efnum.

Stutt er síðan hún keypti sér hús í London sem hinn fornfrægi fjölmiðlamaður Martin Bashir hafði átt og gerði það upp af miklum myndugleik. Hún var staðráðin í að art deco stíllinn fengi að ráða ríkjum á nýja heimilinu.

Falleg hótel veittu innblástur

Starfs síns vegna hefur Litwack verið mikið á ferðalagi og elskar hún að gista á fallegum hótelum og nýtir hún óspart þá reynslu til þess að verða sér út um innblástur fyrir nýja heimilið.

„Það tók eitt ár að taka húsið í gegn og það þrátt fyrir að ég þyrfti ekki að fara í neinar stórar framkvæmdir á sjálfri byggingunni. Ég lét setja einn vegg og endurgerði baðherbergin og eldhúsið. Þá lét ég setja mikið af fataskápum og skúffum fyrir öll nærfötin. Ég man að flutningsmennirnir spurðu hvort ég ætti eitthvað annað en nærföt?,“ segir Litwack glettin í bragði. Þegar framkvæmdunum var lokið hafði hún breytt tveggja svefnherbergja húsi í eins svefnherbergja hús. Hún fórnaði einu gestaherbergi fyrir líkamsræktina.

Kynþokkafullur bleikur litur

Þeir litir sem ráða ríkjum á heimili Litwack eru eðalsteinstónar eins og grænn og fölbleikur. „Ég elska litinn Sulking Room Pink frá Farrow and Ball. Hann er bleikur en svona smá skítugur og kynþokkafullur. Svo elska ég djúpgrænan. Þegar amma mín var á lífi þá hafði hún alltaf miklar efasemdir um græna litinn og það var aldrei neitt grænt á heimilinu.“

„Áferð hluta er einnig mjög mikilvægt að huga að. Líkt og með undirfötin sem ég hanna og framleiði þá vil ég að heimilið sé mjúkt viðkomu. Ég nota mikið silki, flauel og marmara. Svo vil ég hafa allar línur ávalar og mjúkar.“

Baðherbergið er í uppáhaldi hjá Litwack. Það er bleikt. „Þetta er eins og hótel í Beverly Hills. Mjög mikill glamúr í gamla stílnum.

Hönnunarfyrirtækið Leivars Design Studio sá um hönnunina. Bleiki calcatta rose …
Hönnunarfyrirtækið Leivars Design Studio sá um hönnunina. Bleiki calcatta rose marmarinn er frá Stone World London. Skjáskot/Instagram
Hægt er að ganga inn í baðherbergið frá svefnherberginu.
Hægt er að ganga inn í baðherbergið frá svefnherberginu. Skjáskot/Instagram
Allt er þakið bleikum marmara.
Allt er þakið bleikum marmara. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál