Breyttu gömlu járnsmíðaverkstæði í verðlaunaíbúð

Ljósmynd/airbnb.is

Í hjarta Edinborgar í Skotlandi er að finna einstaka 36 fermetra stúdíóíbúð í minimalískum stíl. Íbúðin var hönnuð af ungu pari, þeim Eilidh Izat og Jack Arundell árið 2017. Íbúðin, sem var áður járnsmíðaverkstæði, hefur unnið til tvenna verðlauna og komið fyrir í fjölda hönnunartímarita. 

Ljósmynd/airbnb.is

Izat og Arundell leyfðu fólki að skyggnast á bak við tjöldin og fylgjast með framkvæmdunum á Instagram og óhætt að segja að þeim hafi tekist vel til, enda útkoman glæsileg. 

Hér má sjá rýmið í miðjum framkvæmdum:

Sama rými að framkvæmdum loknum:

Árið 2017 hlaut íbúðin tvenn verðlaun, annars vegar Small Projects verðlaunin frá Arkitektafélagi Edinborgar og hins vegar Skosk hönnunarverðlaun fyrir verkefni undir 200 þúsund. Þar að auki hefur eignin komið fyrir í fjölda tímarita á borð við Condé Nast, Monocle og The Times.

Íbúðin er er í senn róandi, hlýleg og falleg þar sem náttúruleg efni og litir fá að njóta sín. Gengið er inn í opið rými sem inniheldur stofu, eldhús með borðkrók og svefnrými sem er aðskilið með fallegri rennihurð. Á gólfunum má sjá fallegar kalkflísar sem tóna einstaklega vel við leir spartl sem prýðir veggina. 

Ljósmynd/airbnb.is

Innréttingar og húsgögn eru sérsmíðuð með áherslu á fallega viðaráferð og jarðlitatóna. Íbúðin er hinn fullkomni gististaður fyrir tvo, en nóttin kostar rúmar 34 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál