Jói Fel seldi húsið og yfirgefur Garðabæ

Jói Fel er búinn að selja húsið.
Jói Fel er búinn að selja húsið. mbl.is/Hari

Bakarinn Jóhannes Felixson, eða Jói Fel eins og hann er jafnan kallaður, er að flytja ásamt kærstu sinni, Kristínu Evu Sveinsdóttur. Parið seldi hús sitt við Markarflöt í Garðabæ og fékk 143 milljónir fyrir húsið. Hús parsins er 267 fm að stærð. 

Lesendur Smartlands þekkja húsið en Jói Fel var gestur Heimilislífs 2019. Þá voru þau Kristín Eva nýflutt inn í húsið. 

Parið hyggst yfirgefa Garðabæinn og hafa fest kaup á húsi í Reykjavík. 

mbl.is