Arnar Grant og Kristín selja húsið

Arnar Grant.
Arnar Grant.

Einkaþjálfarinn Arnar Grant og fyrrverandi eiginkona hans, Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hagfræðingur í Íslandsbanka, hafa sett einbýlishús sitt í Arnarnesinu á sölu. Þau festu kaup á húsinu 2011 og hafa síðan þá gert húsið upp, skipt um innréttingar og fleira. Hjónin fóru í sitthvora áttina fyrr á þessu ári eftir að samband Arnars og Vítal­íu Lazareva kom upp á yfirborðið. 

Húsið í Arnarnesinu er stórt og mikið en það var byggt 1990. Það er 293 fm að stærð og með fallegu sjávarútsýni. Húsið er svolítið Svissneskt í útliti að utan með miklu tréverki en hönnunin er ekki ólík húsunum í Ölpunum. Gæti jafnvel verið í Engelberg í Sviss. Þegar inn er komið tekur nútíminn völdin með splunkunýrri hönnun Sæju innanhússhönnuðar. Hún sá um að teikna nýtt eldhús inn í húsið en þar er að finna veglega innréttingu sem er með súkkulaðibrúnum viðarhurðum og frekar grófum borðplötum úr steini. Úr eldhúsinu er gott útsýni út á sjó og á efri hæðinni er mikil lofthæð enda hallandi þak á öllu húsinu. 

Eins og sjá má á myndunum inni á fasteignavef mbl.is er húsið afar fallegt og reisulegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Súlunes 17

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál