Íbúðin sem þig dreymir um í Hlíðunum

Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is

Við Drápuhlíð í Reykjavík er að finna glæsilega hæð í fallegu húsi sem byggt var árið 1946. Íbúðin er skráð 110 fermetrar og eru þar tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Íbúðin er björt, opin og ákaflega smekklega innréttuð. 

Gengið er inn í rúmgott hol í miðri íbúðinni. Á móti innganginum er borðstofa og stofa, en útgengt er á suðursvalir frá borðstofunni. Fallegu J39 stólarnir eftir Børge Mogensen prýða borðstofuna ásamt klassíska PH-ljósinu, skemmtilegum spegli og glæsilegum hægindastól. 

Úr borðstofunni er opið inn í bjarta 20 fermetra stofu með stórum gluggum til suðurs. Þar blasir við fallegt sófaborð frá VITRA sem tónar vel við hinn glæsilega Wassily stól eftir Marcel Breuer. Eldhúsið er bjart og fallegt, en þar er nýleg innrétting frá IKEA. 

Tvö herbergi eru í íbúðinni, þar af stórt hjónaherbergi með fallegum innfeldum skápum. Glæsilegt ljós frá &Tradition hangir úr loftinu, en hin undurfögru veggljós frá Ferm prýða vegginn hvorum megin við rúmið. 

Af fasteignavef mbl.is: Drápuhlíð 15

Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
mbl.is