Hlín selur 47 fm útsýnisíbúð

Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikstjóri á fallegt heimili.
Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikstjóri á fallegt heimili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leikstjórinn og rithöfundurinn, Hlín Agnarsdóttir, hefur sett íbúð sína við Austurbrún í Reykjavík á sölu. Lesendur Smartlands þekkja íbúðina vel eftir að Hlín var gestur Heimilislífs fyrir tæplega tveimur árum. 

Íbúðin er 47 fm að stærð og er innréttuð eins og hótelíbúð. Hlín hefur búið bæði á Íslandi og erlendis síðustu ár. Þótt íbúðin sé ekki risastór þá er plássið í henni vel nýtt. Hugsað er út í hvert einasta smáatriði sem skiptir máli ef fólk ætlar að láta fara sem best um sig. 

Í eldhúsinu er sprautulökkuð innrétting og viðarborðplata. Sérsmíðaðar hillur eru á veggjum sem rúma allt sem þarf. 

Í stofunni er bæði borðstofa, stofa og svefnherbergi en það er stúkað af með léttum gluggatjöldum. 

Íbúðin er afar fallega innréttuð eins og sést á fasteignavef mbl.is. 

Af fasteignavef mbl.is: Austurbrún 4

mbl.is
Loka