Sara Dögg og Bylgja selja útsýnisíbúðina

Sara Dögg Svanhildardóttir.
Sara Dögg Svanhildardóttir. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, og eiginkona hennar, Bylgja Hauksdóttir, hafa sett glæsilega útsýnisíbúð sína í Garðabæ á sölu. Lesendur Smartlands fóru hring í íbúðinni þegar Sara Dögg var gestur í þættinum Heimilislífi í vor.

Íbúð Söru Daggar og Bylgju er 166 fm að stærð og er á efstu hæð í blokk sem byggð var 2018. Íbúðin er vel skipulögð með fallegum innréttingum. Eldhús, stofa og borðstofa eru saman í einu rými en í íbúðinni eru fjögur herbergi og tvö baðherbergi. 

Sara Dögg og Bylgja eru miklar smekkkonur en á heimili þeirra er að finna falleg húsgögn og listaverk sem fá að njóta sín í þessari björtu og fallegu íbúð. Það sem toppar þó íbúðina eru 46 fm þaksvalir sem bjóða upp á marga möguleika. 

Af fasteingavef mbl.is: Mosagata 7

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda