Grófarhús tekur á sig nýja mynd í hönnunarsamkeppni

Vitavegur bar sigur úr bítum í hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar og Arkitektafélags …
Vitavegur bar sigur úr bítum í hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar og Arkitektafélags Íslands um breytingar og endurbætur á Grófarhúsi.

Tillagan Vitavegur hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar og Arkitektafélags Íslands um breytingar og endurbætur á Grófarhúsi við Tryggvagötu, en það var teymi frá JVST arkitektum, Inside outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu sem kom að verkinu. 

Húsið var upphaflega byggt árið 1931, en þar eru nú Borgarbókasafnið, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Borgarskjalasafnið. Í samkeppninni voru tillögur settar fram að endurbætum á ytra byrði hússins, þar sem borgin óskaði eftir því að byggingin yrði færð nær upprunalegu útliti, sem og breytingum á innra skipulagi og innréttingum hússins. 

Fram kemur í tillögunni að orðaleikur hafi veitt höfundum innblástur að veginum sem eykur vit. „Vegurinn býður vegfarendur velkomna og leiðir upp í hæstu hæðir. Á ferðalaginu eykst skynvit, þekkingarvit og menningarvit gesta. Menningar- og samfélagshúsið sem efstu hæðirnar skína líkt og ljósviti í umhverfinu býður öll velkomin.“

„Sérvalinn gróður m.t.t. íslenskrar veðráttu mun prýða beð á þakgarði …
„Sérvalinn gróður m.t.t. íslenskrar veðráttu mun prýða beð á þakgarði efstu hæða.“

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tilkynnti úrslitin við hátíðlega athöfn í Grófarhúsi og fulltrúi dómnefndar, Halldór Eiríksson, arkitekt frá Takt, gerði grein fyrir niðurstöðum dómnefndar. 

„Hugmyndafræðin er nýstárleg, einföld og byggist á notandanum.“
„Hugmyndafræðin er nýstárleg, einföld og byggist á notandanum.“

Í dómsnefndaráliti um vinningstillöguna kemur fram að tillagan sé bæði leikandi og skemmtileg. „Ferðalagið um Vitaveg er til þess fallið að veita gestum innblástur og eins og segir í greinargerðinni, þá „eykst skynvit, þekkingarvit og menningarvit gesta.“ Tillagan svarar í heild sinni skemmtilega og vel væntingum um fjölbreyttan ævintýra- og fróðleiksheim fyrir fólk á öllum aldri.“

„Bókasafnið í Grófinni verður kennileiti í miðborginni, sem virk göngugata …
„Bókasafnið í Grófinni verður kennileiti í miðborginni, sem virk göngugata í gegnum húsið að degi til og þegar rökkva tekur sem viti og lýsir leið að safninu.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál