Hús Silju Aðalsteins komið í góðar hendur

Silja Aðalsteinsdóttir er flutt úr raðhúsinu sem hún keypti fyrir …
Silja Aðalsteinsdóttir er flutt úr raðhúsinu sem hún keypti fyrir 40 árum. Ljósmynd/Samsett

Bókmenntafræðingurinn Silja Aðalsteinsdóttir setti raðhús sitt á sölu á dögunum. Húsið er við Hrísateig í Reykjavík en það vakti athygli þegar Silja var gestur í þættinum Heimilislífi. 

Húsið er afar fallegt, 190 fm, og var byggt 1960. Silja bjó í húsinu í 40 ár og var búin að koma sér sérlega vel fyrir þegar hún ákvað að flytja. Nýju eigendurnir eru Bryndís Elfa Gunnarsdóttir og Steindór Emil Sigurðsson. Þau greiddu 124 milljónir fyrir húsið. 

Smartland óskar þeim til hamingju með nýja heimilið. 

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál